Amfórur – þ.e.a.s. ílát með hálsi og tveimur hönkum – voru notaðar af Forngrikkjum og Rómverjum við flutninga og varðveislu á einkum olíu, víni og fiskisósu.
Með tilliti til stöflunar í skipslest voru amfórurnar oddlaga að neðanverðu. Með slíkri lögun mátti nefnilega stafla þeim í lögum hverri ofan á annarri, þar sem eitt lag virkaði sem undirlag fyrir hið næsta.
Þessi oddlögun var auk þess gagnleg við að hella úr amfórunni sem var jafnan gerð úr leir og því nokkuð þung – og gat ofan í kaupið tekið meira en 25 lítra af vökva.
Með því að grípa með annarri hönd um háls amfórunnar og með hinni undir oddlaga botninn mátti ná góðri stjórn á amfórunni við að hella t.d. úr henni yfir í annað ílát.
Ennfremur mátti láta amfóruna standa í mjúkum sandi. Rúnnaður eða oddlaga botninn gerði amfóruna einnig traustari en leirílát með flötum botni. Hin síðarnefndu áttu á hættu að brotna við hnjask.