Stakar loftsameindirnar hreyfa sig um loftið og rekast á höndina á um 500 metra hraða á sekúndu. Stingi maður hönd út um bílglugga á ferð rekast sameindirnar vissulega á höndina á meiri hraða en af því skapast ekki slík hitaaukning að hún finnist.
Þvert á móti virðist loftið mun svalara. Ástæðan er sú að næst húðinni höfum við hlýtt lag af lofti en þegar við stingum hendinni út um bílglugga eða erum á ferð í hvössu veðri, blæs vindurinn þessu lagi jafnharðan burtu.
Loftlagið við húðina verndar okkur reyndar líka gegn hita. Þess vegna getum við setið í gufubaði þar sem hitinn er 90 gráður en stingi maður hendi í svo heitt vatn skaðbrennir maður sig. Af sömu ástæðu er ekki heppilegt að sveifla höndunum mikið í gufubaði.