Mínútur og sekúndur eru ættaðar frá 60 talna kerfi gríska stjörnufræðingsins Klaudios Ptolemaios. Ptolemaios (100-170 e.Kr.) leit á 60 sem hina fullkomnu tölu sem nota mætti til að reikna öll hlutföll í alheiminum.
Hann gaf reyndar aldrei neina skýringu á því hvers vegna talan 60 væri svona heppileg. Í þessu talnakerfi hans táknaði mínútan (minuta) 1/60 af tímaeiningunni klukkustund og sekúnda (pars minuta secunda) var einfaldlega smækkaður hluti og táknaði 1/60 úr mínútu.
Almennt var tekið að nota þessar einingar um 1200 en nú er lengd þeirra reiknuð af mikilli nákvæmni.
Ein sekúnda er þannig skilgreind sem 9.192.631.770 sveiflur geislunar frá cesíum-133 frumeind við skipti milli tveggja orkustiga.