Lyktarskynið upplýsir okkur um umhverfið og slæm lykt er almennt aðvörun og ábending um að koma ekki nær. Í saur er mikið af bakteríum, sem gætu valdið sýkingu og jafnvel orðið banvænar ef þær kæmust í blóðið. Heilinn túlkar því lyktina sem mögulega hættu.
Lyktin stafar af gasframleiðslu bakteríanna og hún byggist að miklu leyti á fæðunni.
Trefjarík fæða fjölgar t.d. tilteknum bakteríum en aðrar kunna betur við sig í prótínríkri fæðu.
Prótín eru yfirleitt ástæðan fyrir slæmri lykt af saur. Þegar bakteríurnar brjóta niður prótín og amínósýrur t.d. í kjöti umbreytist eðlilegt brennisteins- og köfnunarefnisinnihald þess í illþefjandi gös.
Saur agnir festist ekki í nefinu
Þegar við finnum lykt af saur þýðir það ekki endilega að neinar eindir úr saurnum hafi ratað inn í nefið. Gösin duga ágætlega til að virkja lyktarviðtaka í nefinu.
Tilraunir hafa líka sýnt að því eru ákveðin takmörk sett hversu víða saureindir með bakteríum geta dreifst. Tilraunin var gerð í kjölfar þess að ástralskur hjúkrunarfræðingur lét í ljós áhyggjur af því að bakteríur úr óæðri endanum gætu dreift bakteríum, þegar hún leysti vind í dauðhreinsuðum skurðstofum.
Í tilrauninni var maður látinn leysa vind í petriskál úr 5 sm fjarlægð bæði í buxum og buxnalaus. Aðeins eftir buxnalausu tilraunina fundust bakteríur í petriskálinni.
Hlaupbitar koma þér til að prumpa, mjólk veldur andremmu og dökkt súkkulaði veldur sætkenndri lykt. Hér færðu margvíslegar skýringar á ýmis konar þef sem þú gefur frá þér.
Mikið af illa þefjandi gösum í mannasaur
- Hýdrógensúlfíð: Brennisteinsríkt gas með lykt sem minnir á fúlegg.
- Skatól: Köfnunarefnisríkt niðurbrotsefni prótína. Gefur frá sér dæmigerða kúkalykt.
- Ammóníak: Köfnunarefnisríkt niðurbrotsefni með stæka lykt sem getur minnt á kattahland.
- Metanþíól: Brennisteinsríkt efni með lykt sem minnir á rotnandi kál og hvítlauk.