Til að stjarna sýnist græn má hún aðeins gefa frá sér grænt ljós en það gera engar stjörnur.
Stjörnur sem stafa frá sér grænu ljósi, senda líka út ljós í öðrum litum og virðast því hvítar.
Sólin okkar er einmitt ein þeirra stjarna sem gefa frá sér mikið af grænu ljósi en virðist alveg hvít þegar hún er skoðuð úti í geimnum, t.d. frá ISS-geimstöðinni. Héðan virðist hún hins vegar gulleit vegna þess hvernig gufuhvolfið dreifir ljósinu. Rauðar stjörnur eru kaldari en t.d. bláar stjörnur sem eru mjög heitar. Þarna á milli eru rauðgular, gular og hvítar stjörnur.
Litir sýna hitastig
Ljós og litir þess eru í raun rafsegulgeislun á mismunandi bylgjulengdum. Sýnilegt ljós er aðeins 0,0035% af öllu ljósrófinu.
Þegar við horfum á stjörnur mætti því segja að við séum næstum blind. Við sjáum ekki nema örlítið brot af öllu því ljósi sem stjarnan sendir frá sér.
Í um 104 ljósára fjarlægð hafa stjörnufræðingar uppgötvað deyjandi stjörnu sem er að ganga í gegnum óskiljanlega breytingu.
Allra heitustu stjörnur eru bláar
1.
Betelgás er rauð risastjarna í um 640 ljósára fjarlægð. Yfirborðshitinn er 3.300 °C, töluvert minni en yfirborðshiti sólarinnar sem er um 5.600 °C. Betelgás sjáum við sem rauða.
2.
Í stjörnuþyrpingunni Messier 47 eru til stjörnur með yfir 10.000 stiga yfirborðshita. Þessar stjörnur virðast bláar. Þyrpingin er í um 1.600 ljósára fjarlægð og sést á suðurhveli himins.