Uppruni hugtaksins „keisaraskurður“ hefur glatast í þoku sögunnar en ein vinsæl tilgáta segir að þessi skurðaðgerð sé nefnd eftir Júlíusi Sesar.
Hann átti nefnilega að hafa verið „skorinn úr legi móður sinnar um leið og hún lét lífið í fæðingunni“.
Eftir öllum ummerkjum að dæma er tilgátan þó byggð á misskilningi því samkvæmt rómverskum heimildum var móðir Sesars á lífi þegar hann var fullorðinn maður. Í stað þess að vera nefnt eftir Júlíusi Sesar var það öllu fremur einvaldurinn sem hlaut ættarnafn sitt, Sesar, eftir inngripinu samkvæmt rómverska sagnaritaranum Pliníusi eldri.
Orðið keisaraskurður er nefnilega leitt af latneska orðinu caesura (skurður) og tengsl orðsins við fæðingar má rekja allt til áranna um 700 f.Kr. þar sem Núma Pompilíus konungur ríkti í Róm.
Keisaraskurðir voru fyrir látnar konur
Hann innleiddi löggjöf sem kvað á um að skera bæri ófædd börn úr legi mæðra þeirra ef móðirin léti lífið á meðgöngunni eða í fæðingunni.
Í Róm fyrirskipuðu lögin að ófædd börn bæri að skera úr mæðrum væru þær dánar seint í meðgöngunni eða í sjálfri fæðingunni.
Lög þessi voru í gildi í margar aldir og eitt þeirra barna sem kom í heiminn með þessum hætti var samkvæmt Pliníusi einn af forfeðrum Júlíusar Sesars.
Sá var þekktur sem Caesar eftir skurðaðgerðina og nafnið barst þannig áfram til afkomenda hans.
Hinn þekkti mælskusnillingur Marcus Tullius Cicero gaf kost á sér sem ræðismaður í Róm árið 64 f.Kr. Bróðir hans, Quintus, samdi ritið „Handbók um kosningabaráttu“ honum til halds og trausts.
Þessi löggjöf Núma konungs var enn í gildi þegar Júlíus Sesar komst til valda árið 49 f.Kr.
Líklega hefur þessi löggjöf og skurðaðgerðin síðar verið tengd saman vegna þess að nöfnin hafa víxlast.