Lifandi Saga

Af hverju heitir það keisaraskurður? 

Var keisaraskurður nefndur eftir Júlíusi Sesar eða var því kannski öfugt farið? Fyrir 2.700 árum innleiddi rómverskur konungur löggjöf sem eftir nokkrum krókaleiðum endaði með því að veita þessari skurðaðgerð nafn. 

BIRT: 28/09/2024

Uppruni hugtaksins „keisaraskurður“ hefur glatast í þoku sögunnar en ein vinsæl tilgáta segir að þessi skurðaðgerð sé nefnd eftir Júlíusi Sesar. 

 

Hann átti nefnilega að hafa verið „skorinn úr legi móður sinnar um leið og hún lét lífið í fæðingunni“. 

 

Eftir öllum ummerkjum að dæma er tilgátan þó byggð á misskilningi því samkvæmt rómverskum heimildum var móðir Sesars á lífi þegar hann var fullorðinn maður. Í stað þess að vera nefnt eftir Júlíusi Sesar var það öllu fremur einvaldurinn sem hlaut ættarnafn sitt, Sesar, eftir inngripinu samkvæmt rómverska sagnaritaranum Pliníusi eldri. 

 

Orðið keisaraskurður er nefnilega leitt af latneska orðinu caesura (skurður) og tengsl orðsins við fæðingar má rekja allt til áranna um 700 f.Kr. þar sem Núma Pompilíus konungur ríkti í Róm. 

 

Keisaraskurðir voru fyrir látnar konur

Hann innleiddi löggjöf sem kvað á um að skera bæri ófædd börn úr legi mæðra þeirra ef móðirin léti lífið á meðgöngunni eða í fæðingunni. 

Í Róm fyrirskipuðu lögin að ófædd börn bæri að skera úr mæðrum væru þær dánar seint í meðgöngunni eða í sjálfri fæðingunni. 

Lög þessi voru í gildi í margar aldir og eitt þeirra barna sem kom í heiminn með þessum hætti var samkvæmt Pliníusi einn af forfeðrum Júlíusar Sesars. 

 

Sá var þekktur sem Caesar eftir skurðaðgerðina og nafnið barst þannig áfram til afkomenda hans. 

Hinn þekkti mælskusnillingur Marcus Tullius Cicero gaf kost á sér sem ræðismaður í Róm árið 64 f.Kr. Bróðir hans, Quintus, samdi ritið „Handbók um kosningabaráttu“ honum til halds og trausts.

Þessi löggjöf Núma konungs var enn í gildi þegar Júlíus Sesar komst til valda árið 49 f.Kr. 

 

Líklega hefur þessi löggjöf og skurðaðgerðin síðar verið tengd saman vegna þess að nöfnin hafa víxlast. 

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Wellcome Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Gæti dregið úr mesta sársauka legslímuflakks

Tækni

Blýböðullinn: uppfinningamaðurinn sem jók heimsku mannanna

Jörðin

Aðeins eitt af fimm trjám er heilbrigt

Lifandi Saga

Rómverjar hefndu sín grimmilega: Gyðingar hraktir frá landi sínu í heilögu stríði

Maðurinn

Eftir 4.500 blind stefnumót geta vísindamenn nú sýnt fram á: Þetta er það sem karlar og konur laðast að

Alheimurinn

Fjársjóðsleið í geimnum: 5 smástirni verða gullnámur framtíðar 

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Lifandi Saga

Api var tekinn fyrir Frakka og hengdur sem slíkur

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Maðurinn

Augnlitur – hvað ræður augnlit barna?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is