Smellurinn sem maður finnur í eyrunum við loftþrýstingsjöfnun, t.d. við flugtak eða lendingu stafar af því að hljóðhimnan fellur í réttar skorður.
Geyspi opnar kokhlustina
Miðeyrað og kokið tengjast gegnum kokhlustina sem oftast er lokuð. En hún opnast þegar maður kyngir eða geyspar og þá jafnast loftþrýstingurinn beggja vegna hljóðhimnunnar.
Þegar kokhlustin opnast, jafnast loftþrýstingurinn og hljóðhimnan fellur til baka í réttar skorður með ,,smelli”.
Kokhlust
Hljóðhimna
Fellur í réttar skorður með geispa
Í flugi breytist þrýstingur í farþegarými og um leið í ytra eyranu.
Með því að kyngja er hægt að opna kokhlustina og jafna þrýstinginn þannig að hljóðhimnan falli aftur í réttar skorður.
Þegar geyspað er getur reyndar líka myndast smellur í lítilli brjóskskífu í kjálkaliðnum en hellutilfinningin í eyrunum stafar af þrýstingsmun.