Af hverju kemur búmerang til baka?

Hvernig stendur á því að ef bjúgverpli er kastað kemur hann tilbaka?

BIRT: 05/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Það er reyndar ekki algilt að búmerang snúi aftur.

 

Upprunalega útgáfan sem frumbyggjar Ástralíu notuðu til veiða, flýgur vel og auðvelt að miða og hæfa með henni en þessi áhöld koma ekki til baka.

 

Hin sérhæfða útgáfa búmerangsins sem snýr aftur er yfirleitt gerð þannig að tveir vængir mynda sveigju ekki ósvipaða banana að lögun.

 

Það eru líka til aðrar gerðir með þremur eða fjórum vængjum eða jafnvel með allt annarri lögun. Vængir búmerangs eru yfirleitt ekki ósvipaðir flugvélavængjum. Þegar loft fer yfir og undir flugvæng skapast lyftikraftur sem þrýstir vængnum upp. Því hraðar sem vindur blæs um vænginn því öflugri verður lyftikrafturinn.

 

Þegar um er að ræða flugvél er vindhraðinn sá sami á báðum vængjum en öðru máli gegnir um búmerang sem snýst í sífellu í loftinu. Vængirnir hreyfast því til skiptist upp í vindinn og undan vindi og lyftikrafturinn er því mismunandi.

 

Búmerangi er ekki kastað lárétt eins og frisbídiski heldur er miklu nær því að kastið sé lóðrétt. Sá vængur sem er ofar fær því meiri lyftikraft. Mismunandi áhrif loftsins á vængina tvo fá búmerang til að fljúga í stöðugri sveigju allt þar til áhaldið kemur aftur á upphafsstað.

BIRT: 05/02/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is