Ullarpeysa ver vel gegn kulda en hún getur hins vegar valdið kláða.
Mann klæjar þó ekki jafnmikið undan öllum ullarfötum. Kláðinn ræðst talsvert af þykkt ullartrefjanna. Því grófari og þykkari sem þær eru, því verri verður kláðinn. Þykkar trefjar eru ekki jafn sveigjanlegar og þær stinga húðina þess vegna meira og það veldur kláða.
Þessar tegundir af ull ættir þú að velja
Þunnar trefjar eru yfirleitt mýkri og erta húðina síður. Suður-amerísk alpakaull og ull af vissum sauðfjárstofnum, svo sem merinófé er gerð úr mjúkum og þunnum trefjum. Ull af ýmsum öðrum tegundum sauðfjár, þar á meðal íslensku sauðkindinni, er grófari og veldur því fremur kláða.
Erting og kláði getur líka í sumum tilvikum stafað af lanólíninnihaldi ullarinnar. Lanólín er tólgarkennrt efni sem kemur úr fitukirtlunum.
Lanólín getur valdið ofnæmisviðbrögðum, þar á meðal kláða. Fataframleiðendur fjarlægja þó gjarnan lanólín úr ullinni vegna óæskilegra eiginleika efnisins.
Auk þess að valda kláða og öðrum ofnæmisviðbrögðum getur lanólín valdið lítils háttar ólykt og ullartrefjarnar verða örlítið fitukenndar en það torveldar vinnslu og litun ullarinnar.
Efnin sem valda mestum og minnstum kláða
- Gróf ull getur valdið kláða þar eð trefjarnar erta húðina.
- Gerviefni geta valdið kláða vegna stöðurafmagns sem veldur núningi og ertir húðina.
- Gróf bómull er yfirleitt þægileg en getur þó stundum valdið lítils háttar kláða.
- Silki er slétt og mjúkt og veldur sjaldnast nokkrum kláða.
Af hverju finn ég fyrir kláða þegar aðrir klóra sér eða ég sé t.d. mynd af lús?