Sumar þýðir sól og hiti, kaldir drykkir, bjartar nætur, utanlandsferðir… og moskítóflugur.
Og það er góð ástæða fyrir því. Þetta blóðþyrsta skordýr er með kalt blóð (jafnheitt) og stjórnar því ekki eigin líkamshita. Hiti umhverfisins ræður virkni moskítóflugunnar og því eru sumarmánuðurnir þeirra tími. Hærra hitastig eykur efnaskipti moskítóflugunnar og flýtir fyrir klakningu eggja.
Til viðbótar klæðumst við léttari fötum á sumrin sem gefur moskítóflugunum betra aðgengi að æðunum undir berri húð okkar.
Moskítóflugurnar leita skjóls í skugga
En það getur orðið of heitt fyrir fluguna. Þær geta ofhitnað og ofþornað í sterkri sól og hita og því leita flestar moskítótegundir sér skjóls í skugga á daginn, t.a.m. í runnum.
Vegna hitans eru moskítóflugurnar því virkastar seinni part dags og fram á morgun. Blóðsugurnr þrífast vel í miklum raka og á kvöldin og nóttunni er rakastigið yfirleitt hærra en á daginn. Auk þess er oft minni vindur á kvöldin og það auðveldar flug og leit að fórnarlömbum.
Líkamslyktin og andardráttur laða að moskítóflugur
Moskítóflugan finnur máltíð sína þökk sé nokkrum mjög fínstilltum skynfærum – fyrst og fremst sérstökum loftnetunum – sem skynja líkamshita, öndun og lykt, t.d. svitalykt.
Rannsóknir hafa sýnt mikil áhrif hitastigs á þessi skynfæri þegar leitað er uppi blóðug fórnarlömb. Rannsókn leiddi t.a.m. í ljós að moskítótegundin, Aedes aegypti, greinir best lykt við 25°C.
Og þegar moskítóflugan hefur komið sér fyrir og stungið rana sínum í fórnarlambið er það ekkert smáræði sem hún drekkur af blóðinu en flugan getur drukkið sem nemur allt að þrefaldri líkamsþyngd sinni.
Svona finnur moskítóflugan þig
Skynfæri moskítóflugunar finna fórnarlambið úr fjarska.

1. Líkamshiti býður upp á blóð
Loftnetin á höfði flugunnar innihalda litlar dældir með hitanæmum viðtökum sem skynja líkamshita og stýra flugunni að dýrum með heitt blóð.

2. Andardráttur fangar athygli
Sérstök líffæri kringum munnhluta flugunnar innihalda viðtaka sem bindast koltvísýringi og skynja raka. Viðtakarnir beina moskítóflugunni í átt að dýrum sem anda frá sér koltvísýringi.

3. Líkamslykt laðar að moskítófluguna
Loftnetin eru prýdd litlum skynhárum með þúsunda viðtaka sem fanga lyktarefni – til dæmis þau sem losna í svita okkar – og leiða moskítófluguna að dýrum með sterka lykt.