Náttúran

Af hverju stinga moskítóflugur mest á kvöldin?

Sem betur fer erum við laus við þennan vágest hér á landi en í mörgum löndum eru þær hrein plága. Flestir kannast við það að vera laus við moskítóbitin yfir hádaginn en þegar húmar að kveldi fer þessi litla blóðsuga af stað og geri mörgum lífið óbærilegt.

BIRT: 19/06/2024

Sumar þýðir sól og hiti, kaldir drykkir, bjartar nætur, utanlandsferðir… og moskítóflugur.

 

Og það er góð ástæða fyrir því. Þetta blóðþyrsta skordýr er með kalt blóð (jafnheitt) og stjórnar því ekki eigin líkamshita. Hiti umhverfisins ræður virkni moskítóflugunnar og því eru sumarmánuðurnir þeirra tími. Hærra hitastig eykur efnaskipti moskítóflugunnar og flýtir fyrir klakningu eggja.

 

Til viðbótar klæðumst við léttari fötum á sumrin sem gefur moskítóflugunum betra aðgengi að æðunum undir berri húð okkar.

 

Moskítóflugurnar leita skjóls í skugga

En það getur orðið of heitt fyrir fluguna. Þær geta ofhitnað og ofþornað í sterkri sól og hita og því leita flestar moskítótegundir sér skjóls í skugga á daginn, t.a.m. í runnum.

 

Vegna hitans eru moskítóflugurnar því virkastar seinni part dags og fram á morgun. Blóðsugurnr þrífast vel í miklum raka og á kvöldin og nóttunni er rakastigið yfirleitt hærra en á daginn. Auk þess er oft minni vindur á kvöldin og það auðveldar flug og leit að fórnarlömbum.

 

Líkamslyktin og andardráttur laða að moskítóflugur

Moskítóflugan finnur máltíð sína þökk sé nokkrum mjög fínstilltum skynfærum – fyrst og fremst sérstökum loftnetunum – sem skynja líkamshita, öndun og lykt, t.d. svitalykt.

 

Rannsóknir hafa sýnt mikil áhrif hitastigs á þessi skynfæri þegar leitað er uppi blóðug fórnarlömb. Rannsókn leiddi t.a.m. í ljós að moskítótegundin, Aedes aegypti, greinir best lykt við 25°C.

 

Og þegar moskítóflugan hefur komið sér fyrir og stungið rana sínum í fórnarlambið er það ekkert smáræði sem hún drekkur af blóðinu en flugan getur drukkið sem nemur allt að þrefaldri líkamsþyngd sinni.

Svona finnur moskítóflugan þig

Skynfæri moskítóflugunar finna fórnarlambið úr fjarska.

1. Líkamshiti býður upp á blóð

Loftnetin á höfði flugunnar innihalda litlar dældir með hitanæmum viðtökum sem skynja líkamshita og stýra flugunni að dýrum með heitt blóð.

2. Andardráttur fangar athygli

Sérstök líffæri kringum munnhluta flugunnar innihalda viðtaka sem bindast koltvísýringi og skynja raka. Viðtakarnir beina moskítóflugunni í átt að dýrum sem anda frá sér koltvísýringi.

3. Líkamslykt laðar að moskítófluguna

Loftnetin eru prýdd litlum skynhárum með þúsunda viðtaka sem fanga lyktarefni – til dæmis þau sem losna í svita okkar – og leiða moskítófluguna að dýrum með sterka lykt.

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

© mycteria/Shutterstock, © Holger Kirk/Shutterstock/Midjourney og Lotte Fredslund

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

Lifandi Saga

Guð bannaði hjónaskilnaði

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is