Samkvæmt líffræðingnum Robert Dudley er ástæða elsku okkar á áfengi skýrð í kenninguni um hin „fulla apa“ sem hann setti fram í bók árið 2014.
Forfeður manna borðuðu þroskaða regnskógarávexti í miklu magni. Þroskaðir ávextir innihalda mikið magn sykurs, sem gerfrumur gerja og breyta í alkóhól.
Samkvæmt kenningu Dudleys löðumst við að áfengi einmitt vegna þess að forfeður okkar lærðu að tengja lyktina við þroskaða, sæta og næringarríka ávexti.
Kenningin fékk misjafnar viðtökur í rannsóknarheiminum en hefur nú fengið stuðning í rannsókn frá árinu 2022.
Ávextir með áfengi frekar valdir
Þar fylgdust vísindamenn með ávaxtaétandi köngulóaröpum í Panama og komust að því að þeir kjósa ávexti með 1-2 prósent áfengi. Í þvagi apanna eru einnig niðurbrotsefni frá efnaskiptum áfengis sem er merki um að aparnir nýta hitaeiningar áfengisins.
Forfeður okkar voru varla drukknir í regnskógum Afríku þar eð þeir, líkt og köngulóaraparnir, urðu saddir áður en áfengisvíman náði tökum á þeim.
Þegar menn yfirgáfu regnskóga Afríku – og hina þroskuðu ávexti – fundu þeir að öllum líkindum fljótlega nýjar áfengisuppsprettur.
Elstu merki um áfenga drykki eru frá um 7000 f.Kr. þegar Kínverjar fóru að gerja t.d. hrísgrjón, ávexti og hunang.