Þegar uppþvottavélin er búin með uppvaskið eru diskar og glös yfirleitt orðin þurr en plastskálar og bollar eru enn vot.
Ástæðan er mismunandi hæfni efnanna til að drekka í sig hita, svokölluð varmarýmd.
LESTU EINNIG
Postulín, glös og hnífapör hafa miklu meiri varmarýmd en plast. Til viðbótar eru glös, diskar og hnífapör almennt úr þykkara efni og halda því mun meiri hita.
Plast hefur líka minni varmaleiðni og varmaorkan berst því ekki út til yfirborðsins.
Postulín, ryðfrítt stál og gler hafa hins vegar mikla varmaleiðni og af því leiðir að síðustu vatnsdroparnir á yfirborði þessara efna gufa upp.
Plast hefur litla varmaleiðni
Plast: 0,42-0,5 W/(m x K)
(Vött deilt með massa efnisins margfölduðum með hitastigi massans á Kelvinskalanum)
Gler: 1,05 W/(m x K)
Postulín: Gler: 1,5 W/(m x K)
Ryðfrítt stál: 16 W/(m x K)