Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Forsætisráðherra Indlands fékk marga til að lyfta brúnum þegar hann kynnti sig sem þjóðhöfðingja Bharat á nýlegum G20 fundi. Þó nafnið sé víða þekkt á Indlandi er það sjaldan notað á Vesturlöndum.

BIRT: 08/11/2024

Þegar Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, settist á G20 leiðtogafundinn í Nýju Delí í september 2023 vakti skiltið á borði hans mikla athygli.

 

Í stað „Indlands“ stóð þar „Bharat“.

 

Þó nafnið hafi vakið undrun er það alls ekki nýtilkomið. „Bharat“ er hindúaheiti yfir Indland sem er notað af mörgum af þjóðarbrotum landsins. Það kemur einnig fram í stjórnarskrá Indlands frá 1949 sem eitt af tveimur opinberum nöfnum landsins.

 

Frá því hindúaþjóðernissinninn Modi komst til valda á Indlandi árið 2014 hefur nafnið Bharat verið notað oftar í opinberu samhengi.

 

Nokkrar borgir hafa skipt um nöfn

Eitt af stefnumálum Modi hefur verið uppgjör við fortíð Indlands sem breskrar nýlendu og nokkrar indverskar borgir hafa skipt um nöfn í gegnum árin – til dæmis hefur Bombay orðið Mumbai.

 

Nafnið „Indland“ á sér evrópskar rætur en nafnið „Bharat“ kemur fyrir í u.þ.b. 2.000 ára gömlum textum á sanskrít þar sem það er nafn eins af upprunalegu ættbálkum Indlands.

Mahatma Gandhi var einn leiðtoganna í frelsisbaráttu Indverja. Hann boðaði mótmæli án ofbeldis til að ná fram sjálfstæði undan breskri nýlendustjórn.

Modi og flokksbræður hans hafa lýst því yfir að nafnið „Bharat“ sé tilraun til að „frelsa okkur frá þrælahugsun“ nýlendutímans.

 

Gagnrýnendur óttast þó að nafnið sé um leið tilraun til að skrifa múslima út úr sögu landsins og sýna Indland eingöngu sem land hindúa.

 

Gagnrýnin er meðal annars sú að nafnið gæti verið tilraun til að grafa undan því mikilvægi sem múslimska mógúlaættin – sem ríkti á Indlandi frá 1500 til 1800 – hefur haft fyrir Indland nútímans.

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Ho/Newspix International/Ritzau Scanpix

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is