Allt frá því að þau voru um tvítugt hafa frönsku hjónin Eric Monceret og Sylvie Monceret-Gujon notað óteljandi frístundir í vandaða og umfangsmikla leit að steingervingum sem geti bætt innihaldi við fortíðarsöguna.
Erfiði þeirra hefur ekki orðið árangurslaust.
Þau hafa nú uppgötvað svæði sem geymir ótrúlegt magn steingervinga frá ordósvíumtímabilinu fyrir 488-444 milljónum ára og þar með vöktu þessi hjón sem nú eru að nálgast sextugt, fyrir alvöru athygli steingervingafræðinga um allan heim.
Hálfs milljarðs ára gömul dýr og sveppir
Svæðið hefur nú fengið heitið Cabrieres Biota og er í Suðurhluta Frakklands. Það hefur reynst varðveita gríðarlegan fjársjóð steingervinga en um 400 vel varðveittir steingervingar hafa fundist. Heitið Biota vísar til dýra- og plöntulífs á tilteknu svæði eða tímabili.
Strax eftir að lærðir steingervingafræðingar í kjölfar uppgötvunar Moneret-hjónanna tók fundnum steingervingum að fjölga.

Steingervingarnir fundust í marglitu eðjuseti og setbergi, sem geta verið mismunandi á litinn allt frá bláum yfir í græna og gula. Steingervingafræðingar fundu meðal annars leifar af 400 milljón ára gömlum sveppum, kóröllum, þörungum, liðdýrum og marglyttum.
Þetta gilti jafnt um sveppi, kóralla og þörunga sem ævaforn liðdýr og marglyttur sem þarna höfðu varveist í eðjuseti og setbergi.
Steingervingafræðingar hjá Lausanneháskóla telja elstu steingervingana um 470 milljón ára gamla.
Landfræðileg staðsetning þykir líka afar áhugaverð varðandi lífið á jörðinni fyrir um hálfum milljarði ára.
Í svissnesku ölpunum hafa vísindamenn mögulega fundið leifar úr tönn sem gæti hafa setið í kjafti stærsta sæskrímslis sem nokkru sinni hefur lifað á jörðinni.
Þá var Cabrieres Biota nefnilega mjög nálægt suðurpólnum.
Steingervingarnir eru álitnir til vitnis um að tegundir hafi svo nálægt pólnum fundið sér athvarf frá gríðarlegum hitum nær miðbaug á tímum mikillar loftslagshlýnunar.
„Þetta hefur verið alveg ótrúlegur heimur. Á þessum tíma hlýnaði loftslag mjög mikið og dýr hafa leitað alveg út að pólunum til að komast undan hitanum. Þessi fjarlæga framtíð gæti þannig birt okkur mynd af náinni framtíð,“ segir Farid Saleh rannsóknaprófessor í steingervingafræði við Lausanneháskóla í fréttatilkynningu.