Heilsa

Áhugaverð kenning: Vísindamenn hugsanlega búnir að finna hvað veldur Alzheimer

Talið er að nokkrar tilteknar sameindir eigi sök á því gífurlega hruni í boðskiptum heilafrumnanna sem verður hjá Alzheimer-sjúklingum.

BIRT: 03/03/2025

Stundaðar hafa verið viðamiklar rannsóknir á sviði Alzheimer-sjúkdómsins í áraraðir án þess að fundist hafi leið til að hefta eða lækna sjúkdóminn.

 

Einblínt hefur verið á þekktu Alzheimer-ummerkin, svo sem bólgu og uppsöfnun próteina (amýlóíð og tau), án þess að tekist hafi að skýra hvað veldur breytingum þessum.

 

Þessu er hugsanlegt að vísindamenn við Arizona-ríkisháskólann eigi eftir að breyta. Þeir hafa nefnilega rekist á fyrirbæri sem kann að vera orsök sameindaóreiðunnar sem leiðir af sér þær þúsundir genabreytinga sem vart verður í tengslum við Alzheimer og aðra taugahrörnunarsjúkdóma.

 

Tortímandi álagskorn

Á sama hátt og skyndilegt rafmagnsleysi getur slökkt á ýmsum mikilvægum kerfum í heilum bæjarhluta, verður hrun hjá Alzheimer-sjúklingum í því flutningakerfi sem að öllu jöfnu sér um boðefnaskipti á milli heilafrumna, svo og mikilvægar aðgerðir í sjálfum frumunum.

 

Ástæðu þessa hruns telja vísindamennirnir vera fólgna í tilteknum álagskornum (SGs), sem myndast í frumum sem viðbragð við álagsáhrifum. Álagskorn eiga þátt í að gera frumunum kleift að verja sig og laga sig að umhverfinu og þau hverfa að öllu jöfnu aftur. Þegar um er að ræða Alzheimer hverfa kornin raunar ekki og hafa skaðleg áhrif á ýmiss konar frumustarfsemi.

 

Bættir lækningamöguleikar

„Kenning okkar snýst um samskiptahrunið sem verður milli frumukjarnans og umfrymisins, sem leitt getur af sér óheyrilegar truflanir í genatjáningunni. Þetta kann að gefa trúverðuga skýringu á því samspili sem stjórnar þessum flókna sjúkdómi. Með því að fylgjast með fyrstu stigum sjúkdómsins gætum við komið auga á nýjar aðferðir við að sjúkdómsgreina, meðhöndla og fyrirbyggja sjúkdóminn á fyrstu stigum hans“, segir forsvarsmaður rannsóknarinnar, prófessor Paul Coleman við Arizona-ríkisháskólann, í fréttatilkynningu.

Hópur vísindamanna frá Bandaríkjunum hefur fundið út hvaða matvæli þú ættir að forðast ef þú vilt draga úr hættu á að fá heilabilun. Þeir benda einnig á góða valkosti sem draga úr áhættunni.

Hann og starfsbræður hans hafa rannsakað ógrynni Alzheimer-gagna til að freista þess að komast að raun um hvernig sjúkdómurinn hegðar sér.

 

Kenning vísindamannanna er sú að það séu álagskorn sem leysi m.a. úr læðingi taugabólgu og uppsöfnun skaðlegra próteina í líkingu við tau og amýlóíð. Álagskorn geta myndast margra ólíka hluta vegna, svo sem af völdum kemískra efna, sýkinga og næringarefnaskorts, svo og vegna súrefnisskorts og oxunarstreitu.

 

Vegna þess að þetta tiltekna frumuálag, svo og álagskornin sem það framkallar, gerir vart við sig löngu áður en fyrstu ummerkin um Alzheimer koma fram, binda vísindamennirnir vonir við að þeim takist að vinna bug á sjúkdóminum á fyrstu stigum hans.

HÖFUNDUR: Bjørn Falck Madsen

© Juan Gaertner /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is