Náttúran

Aldrei sést áður: Háhyrningar veiða stærsta fisk hafsins með blóðugum aðferðum

Þegar háhyrningar ráðast á þungavigtardýr sjávar veiða þeir í hópum og beita mjög svo sérstakri tækni sem virðist hafa verið betrumbætt í gegnum kynslóðir.

BIRT: 27/12/2024

Snekkjur, hvíthávar, búrhvalir.

 

Listinn yfir óvænt fórnarlömb háhyrninga lengist með hverju árinu.

 

Og nú hefur rannsóknarhópur bætt öðru dýri á listann yfir mögulegar máltíðir þessara helstu rándýra hafsins.

 

Í sex ár hafa mexíkóskir og bandarískir sjávarlíffræðingar fylgst með hópi háhyrninga í suðurhluta Kaliforníuflóa.

 

Þar hafa þeir, með hjálp almennings, fylgst fjórum sinnum með hvölum drepa stærsta fiskinn í sjónum – hvalháfinn.

 

Háfurinn sem lifir á svifi og smáfiskum getur orðið allt að 18 metrar að lengd og er því nokkru stærri en hinn sex til átta metra langi og allt að sex tonna þungi háhyrningur.

 

Háhyrningar snéru risanum við

Til þess að drepa stærri dýr veiða háhyrningarnir í hópum og nota alveg einstaka tækni sem vísindamenn hafa ekki séð áður.

 

Þeir rákust harkalega inn í hliðar hins varnarlausa risa og lömuðu hann í stutta stund.

 

Þeir snéru svo hákarlinum við svo hann gæti ekki synt í burtu og drápu hann síðan.

Myndin er af einu af fjórum tilvikum þar sem háhyrningar drápu hvalháf. Hér hafa háhyrningarnir snúið hákarlinum við svo þeir geti ráðist á mjúkt kviðsvæði dýrsins.

Háyrningarnir  réðust að mjúku kviðsvæði hvalháfsins og eftir fjölda árása blæddi stóra fiskinum út.

 

„Við sýnum hvernig háhyrningar vinna saman við veiðar á hvalháfum, sem einkennist af því að beina árásunum að kviðsvæðinu sem gerir það að verkum að hvalháfnum blæðir út.  Háhyrningarnir geta svo gætt sér í ró og næði á fituríkri lifur fisksins,“ útskýrir einn vísindamannanna að baki þessarar nýju rannsóknar, Erick Higuera Rivas, í fréttatilkynningu.

 

Hvalháfurinn er með færri vöðva og minni vef á neðri hlið líkamans, þannig að háhyrningarnir eiga auðveldara með að komast í fitu og próteinríka lifrina hér.

 

Vísindamennirnir halda því fram að veiðitækni háhyrninga á stórum dýrum virðist hafa verið betrumbætt og þróuð í í gegn um nokkrar kynslóðir.

Það er ekki algengt að sjá háhyrning éta stærsta dýr í heimi. Reyndar hefur það aldrei sést – fyrr en nú.

Í þremur af fjórum árásum háhyrninga á hvalháfa var tarfur að nafni Moctezuma hluti veiðihópsins.

 

„Moctezuma gæti hafa lært þennan hæfileika af forystudýri hjarðarinnar í æsku,“ telur aðalhöfundur rannsóknarinnar, Dr. Francesca Pancaldi frá Polytechnic Institute of Mexico.

 

Til eru myndskeið sem sýna háhyrninga drepa hvítháfa til að éta lifrina og telja vísindamenn að það sama eigi við um veiðar þeirra á hvalháfum.

HÖFUNDUR: Søren Steensig

© Kelsey Williamson

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is