Lifandi Saga

Alexander mikli fæddist til að ná árangri

Hatur, ráðabrugg og morð. Æskuár Alexanders mikla einkenndust af miskunnarlausum átökum foreldra hans gegn hvort öðru og brennandi metnaði þeirra fyrir hans hönd. Aðeins 25 ára gamall lagði hann undir sig eitt mesta heimsveldi sögunnar.

BIRT: 16/10/2024

Þegar sólin sest yfir höllinni í Pella, höfuðborg Makedóníu, situr falleg ung drottning í ríkulega skreyttu herbergi og vaggar nýfæddum syni sínum í fanginu. Hún lítur athugul upp þegar hún heyrir hratt fótatak. Dyrnar opnast og sendiboði réttir vinnukonu pappírsrúllu. Hún byrjar að lesa upphátt.

 

Hið fræga musteri Artemis í Efesos er brennt til grunna sömu nótt og drottningin fæddi son sinn. Prestarnir telja það vera viðvörun um að einhvers staðar í heiminum hafi verið kveikt bál sem muni leiða til átaka í Austurlöndum.

 

Olympias drottning brosir óræðu brosi. Þessi atburður mun að eilífu marka komu Alexanders, sonar hennar í heiminn. Og hún verður að tryggja að hann skilji hversu stórkostleg örlög guðirnir hafa ætlað honum.

 

Móðirin ýtti undir mikilmennskubrjálæði

Áðurnefndur atburður gerðist árið 356 f.Kr. Á þeim tíma gátu engir nema guðirnir vitað að aðeins 25 árum síðar myndi nýfæddi drengurinn mylja sterkasta her heimsins og verða einvaldur yfir einu mesta heimsveldi sögunnar.

 

Alexander var sonur Filippusar II af Makedóníu, þá vaxandi ríki í norðurhluta Grikklands. Móðir hans, Olympias, fæddist sem prinsessa í litla nágrannaríkinu Epiros þar sem nú er Albanía. Filippus sem átti nokkrar eiginkonur fyrir kvæntist Olympias af pólitískum ástæðum.

 

Hann fór hins vegar aldrei dult með það að hann taldi þessa fallegu eiginkonu sína og allt hennar fólk vera hóp af einföldum villimönnum.

VANTAR TEXTA

Þetta viðhorf hans styrktist af því að Olympias hafði í heimalandi sínu stundað

 

orfíska og díónýsíska dulspeki, þar sem hún hljóp um skóginn í næturorgíum með snáka í höndunum. Olympias, fyrir sitt leyti, fyrirleit Filippus sem tók sér hverja ástkonuna á fætur annarri og var ekkert að fela það.

 

Konungurinn og drottningin hötuðu hvort annað ákaflega – og þetta átti eftir að setja mark sitt á Alexander.

Foreldrar Alexanders mikla

Faðirinn var mikill sigurvegari

Filippus II af Makedóníu var frábær herforingi og stofnaði og stýrði atvinnuher. Hann veitti Alexander bestu menntun sem hugsast gat en samband föður og sonar einkenndist af tortryggni og stundum hreinum fjandskap.

Móðirin var hörð og miskunnarlaus

Olympias drottning var metnaðarfull kona sem sveifst einskis. Hún hataði hinn ótrúa eiginmann sinn ákaflega. Hún þreyttist aldrei á að segja Alexander frá mörgum mistökum föður hans og nauðsyn þess að fara fram úr honum hvað sem það kostaði.

Olympias ítrekaði það fyrir syni sínum að í gegn um ætt hennar væri hann kominn af hinni goðsagnakenndu hetju Akkillesi – mestu stríðshetju Grikkja sem samkvæmt Illionskviðu Hómers barðist við Tróju.

 

Alexander varð fyrir svo miklum áhrifum frá sögunni að samkvæmt samtímaheimildum svaf hann alltaf með eintak af Illionskviðu undir koddanum. Uppáhaldshluti hans í verkinu var setning sem Akkilles sagði við umsátrið um Tróju:

 

„Þú skalt ávallt leggja þig fram við að vera fremstur og bestur allra“.

 

Sem barn sá Alexander ekki mikið af föður sínum sem með yfirburða hæfileikum sínum sem herforingi stækkaði litla konungsríkið sitt þar til það náði yfir allt Norður-Grikkland, það sem í dag er Búlgaría og stóran hluta Serbíu.

 

Með landvinningum sínum komst Filippus yfir stærstu gullnámur svæðisins. Þau auðæfi notaði hann til að koma á fót öflugum atvinnuher sem varð að óvinnandi stríðsvél.

 

Kjarni hersins var fótgönguliðið – fylking fótgangandi hermanna sem vopnaðir allt að 4,5 m löngum spjótum, mynduðu nánast órjúfanlega fyrirstöðu.

Fótgönguliðarnir – svokallaðir Falakar – voru kjarninn í makedónska hernum og voru staðsettir í miðju hersins. Óvinurinn mætti allt að 4,5 metra löngum spjótum þeirra sem þeir þurftu að komast í gegnum til að komast að makedónsku hermönnunum. Engum her hefur nokkurn tíma tekist að sigrast á slíkri mótspyrnu.

Báðum megin við fótgönguliðið fór riddaraliðið sem var sóknarlið hersins. Alexander átti síðar eftir að reynast hreinn snillingur í notkun þessa mjög agaða hers sem Filippus stofnaði.

 

Á meðan Filippus var upptekinn við landvinninga sína sá Olympias um að fylla litla son sinn með sögum af öllum hinum slæmu hliðum Filippusar. Fyrir Alexander varð Filippus ekki faðir, heldur keppinautur sem þurfti að fara fram úr hvað sem það kostaði.

 

Það var ekki fyrr en Olympias var löngu búin að grafa undan sambandi föður og sonar sem Filippus áttaði sig á því hversu hættuleg áhrif drottningarinnar voru. Hann sendi Alexander burt frá Pella til skólagöngu í litlu þorpi í vesturhluta Makedóníu.

 

Filippus vildi að Alexander fengi bestu menntun sem hægt væri að kaupa fyrir peninga og réð einn merkasta heimspeking og vísindamann samtímans, Aristóteles sem einkakennara.

 

Alexander hafði hernaðarhæfileika

Það kom fljótt í ljós að Alexander var mjög viðkunnanlegur og bráðgreindur með ótrúlegan skilning á fólki og aðstæðum. Alexander var auðvitað þjálfaður í stríðslist og einnig á því sviði sýndi hann óvenjulega hæfileika.

 

Sambland af heimspekilegri skólagöngu Aristótelesar og herþjálfun skapaði einn hættulegasta mann sögunnar: Hugsjónamann, vopnaðan miskunnarleysi sem tók yfir þegar hugsjónum hans var ógnað.

Her Alexanders barði niður andstæðingana

Hinn ungi Alexander gjörsigraði Grikki, Persa og Indverja. Þrátt fyrir ótal orrustur á sextán árum tapaði hann ekki einni einustu. Hann var snillingur í herfræðilegri skipulagningu og makedónski herinn var án efa sá öflugasti í heiminum á sínum tíma.

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

Alexander kom jafnan fram við vini og óvini af virðingu en gat sýnt mikla grimmd þegar honum fannst hann svikinn.

 

Árið 340 f.Kr. skipaði Filippus Alexander sem bráðabirgðaforingja á meðan hann var sjálfur í burtu um tíma. Hinn aðeins 16 ára gamli Alexander notaði tækifærið til að gera leifturárás á uppreisnargjarnan ættbálk í nágrannaríkinu Þrakíu og vann mikinn sigur. Filippus varð bæði glaður og stoltur af hernaðarhæfileikum sonar síns.

 

Þegar grísku borgríkin tvö, Aþena og Þeba, sameinuðu heri sína nokkrum árum síðar til að stöðva stöðuga útþenslu Makedóníu, ákvað Filippus að setja Alexander í fylkingarbrjóst riddaraliðsins. Herjunum lenti saman við borgina Chaironeia. Alexander leiddi aðalárásina sem þurrkaði gríska herliðið út að mestu og setti Grikkland endanlega undir makedónsk yfirráð.

 

Nú var Filippus tilbúinn að ráðast í sitt metnaðarfyllsta verkefni – árás á Persaveldi.

 

Alexander gæti hafa látið myrða föður sinn

Sameiginlegar herferðir feðganna Alexanders og Filippusar höfðu fært þá nær hvor öðrum en nokkru sinni fyrr. En örlögin gripu inn í og í miðjum undirbúningnum fyrir herferðina varð Filippus ástfanginn af ungri makedónskri konu. Hann skildi við Olympias sem í bræði sinni snéri heim til Epiros þegar Filippus kvæntist aftur.

 

Að sögn gríska sagnfræðingsins Plútarchus hélt frændi brúðarinnar ræðu í brúðkaupsveislunni þar sem hann lýsti þeirri von að brúðhjónin myndu fljótlega eignast lögmætan erfingja að hásætinu. Þetta var afdrifarík móðgun við Alexander sem hingað til hafði verið álitinn ríkiserfingi. Í bræði sinni kastaði Alexander vínbollanum sínum að ræðumanninum og öskraði:

 

„Vogarðu þér að kalla mig hóruson?!“

 

Filippus sem hafði drukki ótæpilega, reiddist yfir viðbrögðum sonar síns. Hann brá sverði sínu og reyndi að höggva til Alexanders. En hann hrasaði og datt.

 

„Sjáið,“ sagði Alexander kuldalega.

 

„Hann er að undirbúa að ráðast frá Evrópu til Asíu en kemst ekki einu sinni úr einum stól í annan“.

 

Hann yfirgaf síðan samkvæmið og fór til móður sinnar í Epiros. Það tókst að ná einhvers konar sátt milli feðganna og Alexander sneri aftur til Makedóníu. En þrátt fyrir sættirnar var samband feðganna stirðara en nokkru sinni fyrr.

 

Á meðan Alexander var í burtu hafði Filippus, af ótta við uppátæki Olympias í Epiros, skipulagt brúðkaup dóttur sinnar og bróður Olympias, konungs Epiros. Það var síðasta verk Filippusar. Þegar konungur gekk inn í húsið þar sem brúðkaupið átti að fara fram steig einn af lífvörðum hans skyndilega fram og stakk hann með sverði sínu. Morðinginn var samstundis drepinn af öðrum lífvörðum.

 

Morðið á Filippusi er enn þann dag í dag ráðgáta. Sumir sagnfræðingar telja að Olympias sem strax eftir morðið lét drepa hina nýju eiginkonu Filippusar og ungan son hennar, hafi staðið á bak við það. Aðrir benda á að Alexander hafi haft mestan ávinning af því.

 

Alla vega var Alexander, árið 336 f.Kr. – aðeins 20 ára gamall –útnefndur konungur yfir Makedóníu. Nú var það undir honum komið að ráðast í hina fyrirhuguðu herferð til austurs.

 

Alexander reið alltaf fremstur

Vorið 334 f.Kr. fór Alexander með um 35.000 makedónska og gríska hermenn yfir Bosporus-sund milli Evrópu og Asíu. Persaveldi var á þeim tíma eitt stærsta heimsveldi sögunnar.

 

Innan þess voru núverandi Tyrkland, Egyptaland, Íran, Írak og Afganistan. Íbúar ríkisins voru u.þ.b. 50 milljónir. Fyrsti fundur Alexanders og persneska hersins varð við Granikos ána í norðurhluta Tyrklands.

Herferð á heimsenda

Alexander leiddi her sinn í 35.000 km langa göngu sem leiddi þá allt að ystu mörkum hins þekkta heims. Þegar herinn fór yfir Indus-fljót vildi Alexander halda lengra, því hann hafði heyrt að hann væri nálægt endimörkum heimsins. En hermennirnir neituðu að fara lengra.

 
1. Vorið 334 f.Kr.

Alexander vinnur sína fyrstu bardaga gegn Persum.

 

2. Haustið 333 f.Kr.

Alexander eyðir aðalher Persa, allt að 600.000 manns.

 
3. Haustið 331 f.Kr.

Alexander vinnur úrslitaorrustuna við Persa.

 
4. Sumarið 326 f.Kr.

Makedónsku hermennirnir vilja snúa heim.

Uppgötvun dularfullrar grafskriftar í Norður-Grikklandi rekur þræði aftur til óhugnanlegrar valdabaráttu sem hófst þegar Alexander mikli gaf upp öndina.

Persneska herliðið var fámennara en það makedónska en hafði forskot af því að vera staðsett á mjög háum árbakka. Þrátt fyrir óhagstæðari stöðu hikaði Alexander ekki við að ráðast á Persana og reið sjálfur í broddi makedónska riddaraliðisins. Alexander leit svo á að heiður hans væri undir því kominn að útsetja sjálfan sig alltaf fyrir sömu hættum og þjáningum og hermenn sína.

 

Í orrustunni réðust tveir persneskir riddarar á Alexander. Annar hjó öxi sinni af miklu afli í hjálm Alexanders. En þegar árásarmaðurinn bjóst til að veita honum banahögg kom Makedóníumaðurinn Svarti Kleitos Alexander til bjargar á síðustu stundu og hjó handlegginn af óvininum.

 

Öguð og ákveðin framganga Makedóníumannanna réð úrslitum í orrustunni. Persneski herinn sundraðist og var eftir það nánast þurrkaður út.

 

Eftir bardagann gekk Alexander til særðra hermanna sinna.

 

„Hann sinnti sárum þeirra (…) og hvatti hvern og einn til að segja sína sögu“, skrifaði sagnfræðingurinn Arríanus. Það var þessi umhyggja Alexanders sem varð til þess að hermenn hans dýrkuðu hann og litu nánast á hann sem guð.

 

600.000 manna her var brotinn niður

Daríus Persakonungur safnaði nú risastórum her frá öllum hlutum konungsríkis síns. Hann leiddi sjálfur herinn þegar hann lagði af stað frá Babýlon. Daríus tók með sér alla fjölskyldu sína, kvennabúrið og alla þjóna sína, auk 600 múlasna og 300 úlfalda sem fluttu fjársjóði konungs.

 

Með voldugan her sinn sem samkvæmt heimildum Arríanusar taldi allt að 600.000 hermenn, lagði Daríus af stað inn í Litlu-Asíu haustið 333 f.Kr. Hann ákvað að mæta Alexander nálægt borginni Issus. Það áttu eftir að reynast afdrifarík mistök.

Þegar vinur Alexanders, Hephaestion, lést lét Alexander brenna lík hans á 60 m háum bálkesti.

Alexander elskaði vini sína

Flestir sagnfræðingar í dag eru sammála um að hið hatursfulla samband sem ríkti milli móður Alexanders og föður hafi eyðilagt samband hins unga Alexanders við konur.

 

Í staðinn urðu karlkyns æskuvinir hans honum hjartfólgnir. Margir þeirra fylgdu honum í herferðinni austur og urðu einhverjir af bestu hershöfðingjum hans og ráðgjöfum.

 

Kærasti vinur Alexanders var Hephaestion sem Alexander elskaði meira en nokkra aðra mannveru. Þeir tveir virðast hafa átt í kynferðislegu sambandi. Það þýðir hins vegar ekki að Alexander hafi verið samkynhneigður. Kynlíf milli gagnkynhneigðra karla var ekki óvenjulegt á þeim tíma.

 

Þegar Hephaestion lést af veikindum árið 323 f.Kr. lét hinn óhamingjusami Alexander brenna hann á glæsilega skreyttum bálkesti sem mældist yfir 60 m á hæð. Tveimur mánuðum síðar lést Alexander sjálfur.

Daríus hefði ekki getað valið verri stað. Ef persneski herinn risastóri hefði haft svigrúm til athafna, hefði hann hæglega getað umkringt allan Makedóníuherinn en nú var honum í staðinn þröngvað inn á mjóa landræmu á milli Miðjarðarhafs og Amanusfjalla. Meirihluti persneska herliðsins var þétt saman á bak við framvarðasveitina og flæktist eiginlega fyrir.

 

Alexander sá strax mistök Persa og fyrirskipaði árás. Á meðan fótgönguliðið með löngu spjótin sín sótti fram í átt að miðri varnarlínu óvinarins, réðst Alexander óttalaus á vinstri væng persneska liðsins og ruddi braut fyrir riddaraliðið. Árásin kom Persum í opna skjöldu.

 

Vinstri vængur liðsins fór strax að gefa sig og var fljótlega rutt úr vegi. Hvattur áfram af velgengninni stýrði Alexander riddaraliðinu beint á miðjan persneska herinn þar sem Daríus stóð í vagni sínum.

 

Þegar Persakonungur sá hraða framrás Makedóníumanna varð hann skelfingu lostinn og flúði. Hermennirnir sem næstir voru fylgdu á eftir og síðan leystist herliðið upp. Allur herskarinn flúði skipulagslaust og þúsundir persneskra hermanna voru traðkaðir til bana af eigin liðsfélögum.

 

Þegar nóttin féll á hætti Alexander eftirförinni á eftir leifunum af her Daríusar. Meðal þess búnaðar sem skilinn var eftir fann Alexander m.a. tjald konungsins sem var útbúið eins og höll með klósetti og húsgögnum úr gulli og eðalviði auk hásætis.

 

Þar að auki hafði Persakonungur skilið eftir sig gífurlegan fjársjóð í gull- og silfurpeningum.

Persneski herinn hrundi þegar Daríus konungur varð skelfingu lostinn í orrustunni við Issus og flúði í vagni sínum.

Í konungsvagninum í nágrenninu fundu Makedóníumenn alla fjölskyldu Daríusar – móður, systur, eiginkonu, son og tvær dætur – sem þeir handtóku. Alexander sá hins vegar til þess að komið var fram við þau af fyllstu virðingu.

 

Eftir flóttann bað Darius um frið. Hann bauðst til að borga mikið lausnargjald fyrir fjölskyldu sína og gefa eftir allt land vestan Efratfljóts.

 

Samkvæmt rómverska sagnfræðingnum Arríanusi ræddi Alexander málið við herforingja sína. Gamla hershöfðingjanum Parmenion fannst þetta gott tilboð:

 

„Ef ég væri í sporum Alexanders myndi ég samþykkja skilmálana,“ sagði hann.

 

Alexander svaraði brosandi: “Ég myndi líka gera það – ef ég væri Parmenion hershöfðingi en ekki Alexander sjálfur”.

 

Daríusi var tilkynnt að tilboði hans hefði verið hafnað og hann hóf þá að safna nýjum her. Þann 1. október 331 f.Kr. kom til afgerandi orrustu við Gaugamela þar sem nú er Norður-Írak. Her Daríusar var aftur gjörsigraður og hann varð aftur að flýja. Nokkrum mánuðum síðar var Persakonungur myrtur af eigin mönnum.

 

Alexander lét þá hylla sig sem nýjan konung Persíu og fór í að bæla niður síðustu anga mótspyrnunnar í austri.

Hvað gerði þessi einráði konungur á miðöldum til þess að auðmýkja fallna fjandmenn?

Hinir skæðu Baktríar, þar sem Afganistan er í dag, ollu mestum vandræðum. Makedóníumenn þurftu að berjast mánuðum saman gegn staðbundnum ættbálkum. Á endanum tókst þó að berja mótspyrnuna niður og björgunarmaður Alexanders – hershöfðinginn Svarti Kleitos – var skipaður landstjóri Baktríu. Hann fékk þó aldrei að njóta góðs af upphefðinni.

 

Kleitos hershöfðingi sem einnig hafði barist undir stjórn föður Alexanders, var fulltrúi hinnar íhaldssömu makedónsku yfirstéttar sem felldi sig ekki við guðumlíka stöðu Alexanders. Í drykkjuveislu, þar sem Alexander var mjög drukkinn, lentu þeir í heiftarlegu rifrildi.

 

Kleitos sakaði Alexander um að koma verr fram við Makedóníumenn en Persa og hélt því fram að velgengni Alexanders væri alfarið að þakka undirbúningi Filippusar og hreysti og hugdirfsku hermannanna.

 

„Það er aðeins fyrir blóð Makedóníumanna sem þú ert orðinn svo voldugur!“ hrópaði Kleitos.

 

Alexander varð öskureiður og vinir hans þurftu að halda aftur af honum. En þegar Kleitos hélt áfram móðgunum sínum, reif Alexander sig lausan, greip spjót og stakk hann í brjóstið. Makedóníumönnum var mjög brugðið við vígið og ekki síst Alexander sjáfum sem vildi hvorki borða né drekka í þrjá daga, segir rómverski sagnfræðingurinn Arríanus. Orðspor Alexanders sem óskeikuls herforingja hafði orðið fyrir óbætanlegum skaða.

 

Hermennirnir neituðu að halda áfram

Árið 327 f.Kr. leiddi Alexander her sinn yfir landamærin til hins víðfeðma Indlands sem jafnvel Persar vissu lítið um. Árið eftir kom til mikillar orrustu við indverska konunginn Porus sem var sigraður í maí þrátt fyrir sína skelfilegu stríðsfíla.

Indversku stríðsfílarnir voru skelfileg reynsla fyrir hermenn Alexanders mikla. Þeir höfðu aldrei séð fíla áður.

Gangan í austurátt hélt áfram en eftir nokkurra mánaða endalaus átök við staðbundna ættbálka gerðist nokkuð sem áður hefði verið óhugsandi: Hermenn Alexanders neituðu að halda áfram. Eftir átta ára stöðug átök og þúsunda kílómetra göngu vildu þeir ekki meira.

 

Að sögn Arríanusar kallaði Alexander herinn strax saman og flutti eldheita ræðu sem minnti hermennina á stórsigra þeirra. Hann benti á að hann hefði alltaf þolað sömu þjáningar og þeir og alltaf deilt herfangi með þeim.

 

„Það er fallegt að lifa af hugrekki og deyja til eilífrar frægðar,“ sagði hann.

 

Gamall makedónskur hermaður, Coenus, steig fram fyrir hönd félaga sinna. Hann sagði fyrst að hermennirnir gætu ekki kvartað yfir rausnarlegum verðlaunum Alexanders. Síðan fór hann að tala um þá fjölmörgu félaga sem þeir höfðu misst í bardögum eða sjúkdómum og um þrá hermannanna eftir að hitta konur sínar og börn aftur. Að sögn Arríanusar fögnuðu hermennirnir ekki þegar Coenus lauk ræðu sinni. Þeir grétu.

 

Í þrjá daga sat Alexander í fýlu í tjaldi sínu í von um að hermennirnir myndu skipta um skoðun. Þeir gerðu það ekki og Alexander varð að gefa skipun um að snúa við. Hann hafði tapað í fyrsta skipti.

 

Dauðinn kom skyndilega

Þegar herinn sneri aftur til persnesku höfuðborgarinnar Persepolis hélt Alexander mikla veislu til að fagna landvinningunum og færa Makedóníumenn og Persa nær saman.

 

Í glæsilegri brúðkaupsathöfn giftist hann dóttur Dariusar, Stateiru. Á sama tíma giftust aðrir 80 háttsettir foringjar og 10.000 makedónskir ​​hermenn persneskum konum að skipan Alexanders.

 

Eftir veisluna fór Alexander til Babýlon til að takast á við það gríðarlega verkefni að skipuleggja hið nýja heimsveldi en hann komst ekki langt.

Fyrsta eiginkona Alexanders, Roxane sem hér er leidd í brúðkaup þeirra, var hörð kona. Hins vegar tókst henni ekki að bjarga barni þeirra hjóna.

Ættboga Alexanders var útrýmt

Dauði hins unga konungs árið 323 f.Kr. hratt af stað blóðugri valdabaráttu. Öll fjölskylda Alexanders var myrt, þar á meðal litli sonur hans.

 

Alexander eignaðist engin börn á meðan hann lifði en fyrsta eiginkona hans, baktríska prinsessan Roxane, var ólétt þegar hann lést. Hún kallaði til sín eiginkonu Alexanders númer tvö, persnesku prinsessuna Stateira og lét taka hana af lífi. Síðan fór Roxane til dóníu með nýfæddan son þeirra Alexanders.

 

Móðir Alexanders, Olympias, hafði þá náð völdum í landinu og lét strax taka þroskaskertan bróður Alexanders, Fillip Arrhidaios, af lífi. Hin blóðþyrsta drottning lét líka drepa alla óvini sína í yfirstétt Makedóníumanna.

 

Fljótlega tók Kassander hásætið yfir. Hann var sonur eins af hershöfðingjum Alexanders. Árið 316 f.Kr. gaf hann hermönnum sínum skipun um að taka Olympias af lífi en þeir fengu sig ekki til að hlýða skipuninni. Þess í stað afhentu þeir hana ættingjum fórnarlamba hennar.

 

Samkvæmt heimildum sagði gamla harða drottningin ekki svo mikið sem eitt orð né sýndi sársauka þegar þeir grýttu hana til bana. Stuttu síðar myrti Kassander einnig Roxane og hinn unga son Alexanders.

Hann fékk skyndilega mikinn hita sem vísindamenn í dag – miðað við samtímalýsingar – telja að gæti hafa verið malaría. Eftir 10 daga var ungi konungurinn orðinn svo veikburða að hann gat varla talað. Allir helstu hershöfðingjar hans söfnuðust saman í kringum sjúkrabeð hans í höllinni.

 

Utan hallarinnar fóru ýmsar sögusagnir á kreik og makedónsku hermennirnir kröfðust þess að fá að hitta konung sinn. Af ótta við uppreisn hleyptu hershöfðingjarnir loksins hermönnunum inn í höllina.

Lík Alexanders mikla var smurt og það sett í grafhýsi í Alexandríu. Þar er líkið ósnortið næstu 250 árin, þangað til Ágústus keisari kíkir í heimsókn.

Að sögn Arríanusar gengu hermennirnir sorgmæddir í einni röð fram hjá hinum deyjandi konungi sem með sínum síðustu kröftum barðist við að lyfta höfðinu en með augunum sendi hann hljóðlega kveðju til hvers og eins þeirra hermanna sem höfðu fylgt honum í að sigra heiminn.

 

Við sólsetur 10. júní árið 323 f.Kr. lést sonur Filippusar og Olympias, Alexander III frá Makedóníu, aðeins 32 ára að aldri.

 

Æ síðan er hann þekktur sem Alexander mikli.

Lestu meira um Alexander mikla

  • Paul Cartledge: Alexander The Great – The Hunt for a New Past, Macmillan, 2004

 

  • Mary Renault: The Nature of Alexander, Penguin Books, 1975

 

  • Nicholas Saunders: Alexanders Tomb, Basic Books, 2006

HÖFUNDUR: Niels-Peter Granzow Busch

© Wikimedia Commons/Mike Peel. © The Art Archive. © The Art Archive. © Osprey.© AKG Images. © HISTORIE. © Getty/All over press. © Bridgeman.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

Maðurinn

Nú verða þessi börn hávaxnari en jafnaldrar þeirra

Maðurinn

4.000 ára gömul steinhella reyndist vera fjársjóðskort

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is