Af hverju er ekkert gufuhvolf á tunglinu?

Nánast ekkert gufuhvolf er á tunglinu og ástæðan er sú að þyngdaraflið er þar ekki nóg til að halda í loftsameindir langtímum saman. Loftsameindir ná svo miklum hraða að þær hverfa út í geiminn.

Í lofti eða gasi eru sameindir á hreyfingu og oft á miklum hraða. Hár meðalhraði er hið sama og hátt hitastig. Til að himinhnöttur geti haldið í gufuhvolf þarf meðalhraði sameinda í gufuhvolfinu að vera minna en sjötti hluti af þeim hraða sem hlutur þarf að ná til að sleppa út úr þyngdarsviðinu.

Jörðin uppfyllir þetta skilyrði auðveldlega. Til að losna út úr þyngdarsviði jarðar þarf 40.000 km hraða. Til að losna út úr þyngdarsviði tunglsins þarf hins vegar aðeins 8.500 km hraða. Þar sem hitastig að degi til getur farið í 100 gráður nær hluti loftsameinda óhjákvæmilega einum sjötta af þessum hraðamörkum, eða 1.400 km hraða. Þetta veldur því að tunglið er ófært um að halda í gufuhvolf í svo langan tíma sem milljónir ára.

Á tunglinu er engu að síður örþunnt gufuhvolf. Heildarmassi þess er um 10 tonn. Þetta er einkum vetni, helíum, argon og neon. Þessar sameindir hafa flestar borist hingað með sólvindinum en sundrun geislavirkra efna í tunglinu leggur þó einnig lítils háttar af mörkum.

Gufuhvolfið á Io, tungli Júpíters, þar sem miklir strókar brennisteinsdíoxíðs streyma upp úr jörðinni, er einnig fremur þunnt. Af öllum tunglum sólkerfisins er reyndar aðeins eitt sem hefur alvöru gufuhvolf. Þetta er Títan, stærsta tungl Satúrnusar, en gufuhvolfið þar er meira að segja þéttara en á jörðinni. Það er einkum gert úr köfnunarefni ásamt dálitlu metangasi. Þótt þyngdarafl Títans sé ekki nema sjöundi hluti af þyngdarafli jarðar, nær þetta tungl að halda í gufuhvolf sitt vegna þess að á yfirborðinu ríkir 180 stiga frost.

Subtitle:
Er það bara tungl jarðar sem ekki hefur gufuhvolf – og hver er ástæðan?
Old ID:
646
482
(Visited 44 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.