Skrifað af Alheimurinn Stjörnufræði

Getur líf leynst á risaplánetu?

Fræðilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að klapparplánetur af sömu gerð og jörðin gætu náð sömu stærð og gasrisinn Júpíter. Leitin að reikistjörnum í öðrum sólkerfum hefur leitt í ljós að sólkerfi geta orðið til á mjög mismunandi hátt og það er hreint ekki fráleitt að á næstunni kynni að uppgötvast risavaxin klapparreikistjarna á braut um nærliggjandi sól.

Hvort líf gæti þróast á slíkum hnetti fer ekki eftir stærðinni, heldur því hvort lífsskilyrði séu fyrir hendi og þar er fyrst og fremst um að ræða vatn í fljótandi formi.

Subtitle:
Geta reikistjörnur af sömu gerð og jörðin náð svipaðri stærð og Júpíter og væri unnt að hugsa sér líf á svo stórri reikistjörnu?
Old ID:
424
258
(Visited 14 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.