Hversu oft lenda loftsteinar á jörðinni?

Sólkerfið er sneisafullt af steinum og möl en hversu mikill hluti lendir á jörðinni?

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Jörðin verður fyrir milljónum loftsteina á hverri sekúndu. Mest allt er þetta þó minna en sandkorn og brennur upp í lofthjúpnum áður en það lendir á yfirborði jarðar.

 

Loftsteinarnir berast með braki og brestum inn í lofthjúpinn á 30-70 km hraða á sekúndu, þar sem þéttari loftsameindir hægja á þeim.

 

Ríflega ein milljón smásteina nær inn í gufuhvolf jarðar á hverri sekúndu.

 

Við árekstrana við gufuhvolfið myndast núningsviðnám sem hitar upp loftsteinana og flettir af þeim ysta laginu í sprengiferli sem nefnist blæsing.

 

Stjörnuhröp eru glóandi rafgas

Jafnframt því sem yfirborðið gufar upp, minnka loftsteinarnir. Hitinn og lofttegundirnar sem losna úr læðingi mynda glóandi rafgas sem skilur eftir sig ljósmerki á himninum.

 

Óháð stærð loftsteina getur ljós þetta birst sem stjörnuhrap eða stórar eldkúlur sem senda frá sér skýrara og meira langvarandi ljós.

 

Þrátt fyrir að loftsteinar brenni upp í lofthjúpnum hverfa þeir ekki að öllu leyti.

 

Um leið og gastegundirnar kólna myndast örsmáar rykagnir sem eru um 12-700 míkrómetrar í þvermál. Rykið sáldrast yfir jörðina og vísindamenn gera því skóna að um 5.200 tonn af loftsteinsryki lendi á jörðu ár hvert.

 

5.200 tonn af loftsteinaryki lenda á jörðu árlega.

 

Loftsteinsrykið gefur gífurleg áhrif á gufuhvolf jarðar og á m.a. þátt í myndun regnskýja.

 

Loftsteinar hrapa sjaldan til jarðar

Á að giska 10-50 sýnilegir loftsteinar komast gegnum lofthjúpinn ár hvert og alla leið að yfirborði jarðar án þess að breytast í duft á leiðinni. Tveir þriðjuhlutar loftsteinanna lenda hins vegar í sjónum og fjórðungur lendir á eyðilegum og óbyggðum svæðum.

 

Helmingur hrapanna á sér stað að nóttu til og fyrir vikið sést loftsteinshrap afar sjaldan, auk þess sem mjög fáir loftsteinar finnast í raun.

 

 

Birt: 31.12.2021

 

 

Jonas Grosen Meldal

 

 

Lestu einnig:

(Visited 838 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR