Júpíter gleypir í sig himinhnetti

Þann 19. júlí 2009 skall lítill himinhnöttur á Júpíter og skildi eftir sig nýjan, dökkan blett á þessari risareikistjörnu.

Þegar bletturinn var sem stærstur samsvaraði hann um tvöföldu flatarmáli allra Bandaríkjanna. Svo öflugir árekstrar eru taldir afar sjaldgæfir og vísindamenn því hissa á að verða vitni að slíkum atburði aðeins 15 árum eftir að halastjarnan Shoemaker-Levy 9 hvarf inn í Júpíter 1994.

Fyrstu athuganir á nýja blettinum benda til að himinhnötturinn hafi verið á stærð við allmarga fótboltavelli. Sprengingin er álitin hafa verið meira en þúsundfalt öflugri en sú sem varð í Tunguska í Síberíu 1908, þegar halastjarna eða loftsteinn sprakk og brann upp í gufuhvolfinu.

Subtitle:
Old ID:
1220
1038
(Visited 26 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.