Litrík stjörnuþoka sem gægist upp á yfirborðið

Risastórt auga – þvermál 2,8 ljósár – starir á okkur utan úr geimi. En útlitið er blekkjandi. Augað er í raun leifar dauðrar stjörnu og sýnir okkur hvernig sólin okkar mun enda. Gríptu því sjónauka og horfðu á örlög sólkerfisins.

Alheimurinn – Stjörnur

Lestími: 3 mínútur

HELIX ÞOKAN

 

Í um 700 ljósára fjarlægð frá jörðinni liggur Helixþokan (Gormþokan) – litrík stjörnuþoka sem er í laginu eins og auga. Fjarlægðin til þokunnar er tiltölulega stutt miðað við heildarstærð vetrarbrautarinnar okkar sem er um 200.000 ljósár, og því hafa vísindamenn getað rannsakað Helix-þokuna í smáatriðum.

 

Rannsóknir vísindamanna sýna að Helixþokan er svokölluð plánetuþoka – það er stjörnuþoka sem myndaðist þegar meðalstór stjarna dó.

 

Þegar mjög stórar stjörnur deyja, springa þær (supernova) en meðalstórar stjörnur – þar með talin sólin okkar – deyja á annan hátt.

 

Vísindamenn geta horft inn í Helix þokuna með því að mæla innrauða ljósið sem þokan sendir frá sér.

 

  • 1- Í miðju þokunnar er hvítur dvergur -leifar af kjarna dauðrar stjörnu.

 

  • 2- Um miðjuna er rykskel,sem gæti verið leifar sólkerfis dauðu stjörnunnar.

 

  • 3 – Blettir í miðri þokunni, líkir halastjörnum, gætu verið leifar af plánetum.

 

  • 4 – Í útjaðri þokunnar er stjörnuefni, sem hefur þeyst frá dauðu stjörnunni.

 

  • 5 – Lögun þokunnar stafar af árekstrum við gas og ryk sem eru fyrir utan þokuna.

 

 

Þegar þær hafa klárað allt vetni í kjarnanum bólgna þær upp og að lokum þeyta þær ystu efnunum frá sér út í geiminn.

 

Innsti hluti stjörnunnar breytist í svokallaðan hvítan dverg. Engin kjarnahvörf eiga sér lengur stað inni í stjörnunni og eftir situr hvítglóandi kjarni. sem gefur samt frá sér mikið magn geislunar sem veldur því að leifar stjörnunnar lýsa upp í mismunandi litum.

 

Vísindamenn hafa reiknað út að Helixþokan varð til fyrir um 10.000 árum og þeir trúa því að okkar eigin sól muni líklega mynda svipaða þoku eftir rúmlega fimm milljarða ára.

 

HÉR GETURÐU SÉÐ HELIX ÞOKUNA

HVAR OG HVENÆR

Þann 8. september er ekki mikil truflun af ljósi tunglsins og þú munt finna Helixþokuna í suðvestri. Það nær hæsta punkti sínum – um 10 gráður yfir sjóndeildarhringnum – um klukkan 5:30.

 

Sýnileiki?

Hringþokan er stór – hún dreifist yfir stórt svæði- um helmingi af stærð fulls tungls – og því er betra að skoða hana í  venjulegum handsjónauka en með öflugum stjörnusjónauka.

 

Helix þokan sést frá Íslandi, naumlega þó því hún rís aldrei hátt yfir sjóndeildarhringinn.

 

Til að finna Helixþokuna, leyfðu augunum að venjast myrkrinu í 15 mínútur. Horfðu síðan í átt að sjóndeildarhringnum í suðvestri og lyftu
sjónauka hægt upp þar til þú sérð lítinn, lýsandi hring.

 

Birt: 07.09.2021

 

 

JESPER GRØNNE

 

(Visited 32 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR