NASA sýnir stórkostlegar myndir af Júpíter

Samsettar myndir frá könnunarfarinu Júnó sýna nýjar hliðar á þessum dularfulla gasrisa sólkerfisins.

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Stormar á stærð við jörðina, hiti sem fer yfir 1.000 gráður og marglituð ský sem dansa eftir yfirborði þessarar gasfylltu plánetu. 

 

Stærsta og þyngsta pláneta sólkerfisins, Júpíter, skortir hvorki átök, fegurð eða dulúð.

 

Samt sem áður hefur þessi risavaxna gaspláneta staðið í skugga nágrannaplánetunnar Satúrnusar en könnunarfarið Cassini hefur tekið margar stórbrotnar myndir frá henni.

 

Júnó sendir myndir til jarðar

En nú hefur endir á því 

NASA birti árið 2017 úrval mynda frá því að Júnó-kanninn var á braut um Júpíter og boðið almenningi að betrumbæta myndirnar á eigin vefsíðu könnunarfarsins.

 

Meðal annars með því að draga fram smáatriði og bæta við skuggum og litum. Úr þessu starfi hafa komið fram ótal stórkostlegar myndir. 

 

Nú skaltu halla þér aftur og njóta ferðarinnar í um 588 milljón kílómetra fjarlægð úti í sólkerfinu. Take it away, Júpíter. 

 

Einn af mörgum hvirfilbyljum náðist á mynd þann 27. mars (2017) þegar Júnó-kanninn var einungis í 20.000 kílómetra fjarlægð frá yfirborði plánetunnar. 

Unnin mynd af suðurpóli Júpíters frá 11. desember 2016 í um 52.200 km fjarlægð frá gasrisanum. 

 

Á myndinni sjást sumir af fjölmörgum stormum sem geisa á plánetunni sem birtast eins og sívalir blettir á yfirborðinu. 

Jaðar plánetunnar í mynd frá 27. mars 2017 þegar Júnó flaug nærri yfirborðinu. Fjölbreytileikinn í heillandi lofthjúpnum sést greinilega. 

Tungl Júpíters, Íó, í dansi við einkennandi rauðan blett plánetunnar. 

Þú getur séð afganginn af myndunum hér.

 

 

Birt: 05.01.2022

 

 

NANNA VIUM

 

 

Lestu einnig:

(Visited 1.382 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR