Skrifað af Alheimurinn Sólkerfið Stjörnufræði

Nýfundin pláneta keimlík jörðinni

Stjörnufræði

Stjörnufræðingar hafa nú uppgötvað reikistjörnu sem líkist nokkuð jörðinni á æskudögum hennar. Þessi reikistjarna er í 424 ljósára fjarlægð, í sólkerfinu HD113766 sem er um 10 milljón ára að aldri.

Þessi unga bergreikistjarna er í miklu belti af heitu ryki sem umlykur aðra af tveimur sólstjörnum þessa sólkerfis. Stjörnufræðingarnir telja að í rykbeltinu sé nægilega mikið efni til að myna reikistjörnu á stærð við Mars. Enn utar liggur svo ísbelti og við réttar aðstæður gæti þessi ís endað á reikistjörnunni og séð henni fyrir vatni. Það eiga þó eftir að líða um 100 milljón ár þar til reikistjarnan verður fullmótuð og milljarður ára þar til líf gæti hugsanlega tekið að þróast.

Nú hyggjast vísindamennirnir reyna að ná fleiri myndum af sólkerfinu til að sjá hvort myndast hafi gasplánetur í stíl við Júpíter og Satúrnus.

Subtitle:
Old ID:
548
391
(Visited 16 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.