Skrifað af Alheimurinn Sólkerfið Stjörnufræði

Það rignir í geimnum

Stjörnufræði

Í sólkerfi í þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu hafa stjörnufræðingar í fyrsta sinn séð hvernig vatn berst til svæða þar sem nýjar reikistjörnur eru í fæðingu.

Í gegnum Spitzer-sjónauka NASA hafa stjörnufræðingar athugað sólkerfið NGC 1333-IRAS 4B í stjörnumerkinu Perseifi. Þetta reikistjörnukerfi er umlukið risavöxnu skýi sem gefur frá sér mikið af ís. Þessum ís „rignir“ síðan niður á heita skífu í reikistjörnukerfinu. Hér bráðnar ísinn og verður að vatnsgufu. Sú vatnsgufa sem sést hefur gegnum sjónaukann samsvarar fimmföldu því magni sem er að finna í heimshöfunum á jörðinni samanlagt.

Skífan liggur umhverfis unga stjörnu sem er enn að vaxa og dregur því stöðugt til sín meira efni úr umhverfinu. Í skífunni er að finna mikið af byggingarefni í nýjar reikistjörnur. Auk steina og geimryks er sem sagt hér einnig að finna vatn. Það gufar upp þegar það kemst í snertingu við heita skífuna en síðar frýs það aftur og myndar þá m.a. halastjörnur, sem enn síðar kunna að eiga eftir að færa reikistjörnum vatn.

Subtitle:
Nú geta stjörnufræðingar séð hvernig vatn berst til nýrra reikistjarna
Old ID:
538
381
(Visited 11 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.