Þrjú tungl fylgja Plútó

Stjörnufræði

Nýjar rannsóknir benda nú til að reikistjarnan Plútó hafi kannski þrjú tungl. Stóra tunglið Charon hefur verið þekkt lengi, en að auki sýna myndir frá geimsjónaukanum Hubble tvo litla hnetti sem virðast hreyfast með Plútó. Uppgötvun þessara himinhnatta ein og sér má teljast talsvert afrek, þar eð ljósstyrkur þeirra er einungis fimmþúsundasti hluti af ljósstyrk reikistjörnunnar.

 

Þessi nýfundnu tungl eru afar smá, aðeins 100 – 150 km í þvermál og stjörnufræðingarnir telja að þau snúist um Plútó í 49 og 65 þúsund km fjarlægð. Þau eru sem sagt mun fjarlægari en Charon sem aðeins er í um 19.000 km fjarlægð frá Plútó. Ekki er vitað hvernig þessi þrjú tungl hafa myndast en hugsanlegt er að þau hafi orðið til í árekstri Plútós við einhvern annan hnött.

 
 
(Visited 87 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR