Skrifað af Alheimurinn Sólkerfið Stjörnufræði

Sjást stjörnur aðeins sem deplar?

Það er aðeins í fáeinum tilvikum sem unnt er að ná raunverulegum myndum af öðrum stjörnum en sólinni. Erfiðleikarnir stafa af því hve fjarlægðin er ofboðsleg. Ef við ímyndum okkur að sólin flyttist

jafnlangt burtu og sú stjarna önnur sem er næst okkur, mætti líkja stærð hennar frá okkur séð við títuprjónshaus í 30 km fjarlægð. Við þetta bætist svo að stöðug ókyrrð í lofthjúpi jarðar kemur

myndinni til að titra sem nemur nokkur hundruð sinnum stærð myndarinnar sjálfrar. Það er þessi stækkun sem við sjáum sem stjörnuglit á heiðum næturhimni.

En þessu vandamáli má að sjálfsögðu komast fram hjá með því að nota geimsjónauka eins og Hubble. En á móti kemur að upplausnin verður ekki góð. Myndirnar skiptast yfirleitt í örsmáa myndhluta (díla) sem eru mörgum sinnum stærri en stjarnan sjálf ætti að vera. Þetta þýðir að allt ljós stjörnunnar er í raun að finna í aðeins einum díl. Undantekningarnar eru þær fáu stjörnur sem eru nægilega stórar til að ljós þeirra falli á marga díla. Dæmi um slíka stjörnu er Betelgás sem er á við mörg hundruð sólir í þvermál og “aðeins” í 427 ljósára fjarlægð. Af slíkri stjörnu má ná sæmilegri mynd.

Subtitle:
Er hægt að taka “alvöru” myndir af stjörnum, eða sjást þær bara sem ljósdeplar?
Old ID:
343
205
(Visited 18 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.