Uppgötvun farvegar á Mars bendir til lífs

Fyrir 3,4 milljörðum ára rann vatn eftir þessum 48 km langa farvegi á Mars. Vatnið bar fram set sem myndað hefur stórt óshólmasvæði og þetta eykur nú líkurnar á að finna líf á reikistjörnunni, segja vísindamenn hjá Colorado-háskóla í Bandaríkjunum.

Á óshólmasvæðum grefst kolefni og önnur ummerki lífs fljótt niður og hér er því upplagt að leita eftir ummerkjum lífs – að líkindum leifum örvera. Óshólmasvæðið sýnir líka að hér hefur verið 460 metra djúpt vatn og 207 ferkílómetrar að stærð. Þar eð aðeins má greina eina strandlínu frá geimfari NASA, MarsReconnaissance Orbiter, telja vísindamennirnir að vatnið hafi gufað tiltölulega hratt upp.

\”

Subtitle:
Old ID:
925
742
(Visited 25 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.