1. Pipar (Indland)
Með landvinningum Konstantínópel á 13. öld urðu Feneyjar mikilvægar vegna staðsetningar fyrir viðskipti við Austurlönd fjær. Frá Indlandi kom t.d. pipar. Kryddið var svo eftirsótt í Evrópu að eitt kíló jafngilti verði á heilli kú.
2. Silki (Kína)
Fínt silki og handmálað postulín var flutt frá Kína um Mið-Asíu eftir löngum vagnaleiðum þar sem hungur, þurrkar og ræningjar voru stöðug ógn.
3. Ull og klæði (England)
Klaustur Englands voru helstu framleiðendur bestu ullar þess tíma. Feneyskir kaupmenn keyptu því mörg tonn af efninu í Southampton og sigldu því til Brugge sem er í Belgíu í dag. Þá var ullin unnin í stórum vefnaðarverksmiðjum í langar ræmur af fínasta dúk.
Kirkjan varaði við að ef seljandinn reyndi að svindla lenti hann í hreinsunareldinum. Græðgin er ein af sjö dauðasyndunum.
4. Silfur (Þýskaland)
Þessi verðmæti málmur kom úr námum nálægt Augsburg og var fluttur til Feneyja eftir öruggustu og stöðugustu leiðum þess tíma: ám Evrópu. Meirihluti silfursins var slegið í mynt og notað til að kaupa vörur frá t.d. Asíu.
5. Ólífuolía (Ítalía og Túnis)
Ítölsk ólífuolía var mjög eftirsótt. En þegar Feneyjar stóðu í stríði við önnur ítölsk borgríki, var mörgum viðskiptaleiðunum lokað. Feneysku skipin þurftu þá að sækja ólífur og ólífuolíu til Túnis.
6. Gull (Afríka)
Gullsmiðirnir á Rialto-torgi í Feneyjum voru frægir um alla Evrópu. Gullið í skartgripi þeirra kom frá námum í Afríku og kom náð til Alexandríu og Trípólí með vagnalest, þaðan sem því var siglt yfir Miðjarðarhafið.
Árið 1097 flutti markaðurinn í Feneyjum á torgið nálægt Rialto brúnni.
7. Gler (Murano)
Feneyjar voru þekktar fyrir óvenjulega tært gler. Vasar, perlur og speglar voru framleiddir á Murano-eyjum norður af borginni. Framleiðslan var nokkuð einangruð því að talsverð eldhætta stafaði af funheitum ofnum glerblásaranna.
8. Tískufatnaður (Frakkland)
Frá 1240 stjórnuðu Feneyjar hinni miklu Pó-sléttu og borgin náði yfirráðum yfir mikilvægum verslunarleiðum til Frakklands. Í borginni Troyes settu fataframleiðendur Feneyja upp umfangsmikla framleiðslu á handsaumuðum lúxusfatnaði fyrir yfirstétt Evrópu.
Lestu meira
Dennis Romano: Markets and Marketplaces, Yale University Press, 2015.