Lifandi Saga

Átta mest framandi vörur miðaldamarkaða

Stærstu miðaldamarkaðir Evrópu voru sneisafullir af vörum frá öllum heimshornum. Í miðstöð verslunar í Feneyjum gátu borgarar, kaupmenn og aðkomufólk keypt meðal annars enska ull, kínverskt silki og alls kyns skartgripi úr afrísku gulli.

BIRT: 21/08/2024

1. Pipar (Indland)

Með landvinningum Konstantínópel á 13. öld urðu Feneyjar mikilvægar vegna staðsetningar fyrir viðskipti við Austurlönd fjær. Frá Indlandi kom t.d. pipar. Kryddið var svo eftirsótt í Evrópu að eitt kíló jafngilti verði á heilli kú.

 

2. Silki (Kína)

Fínt silki og handmálað postulín var flutt frá Kína um Mið-Asíu eftir löngum vagnaleiðum þar sem hungur, þurrkar og ræningjar voru stöðug ógn.

 

3. Ull og klæði (England)

Klaustur Englands voru helstu framleiðendur bestu ullar þess tíma. Feneyskir kaupmenn keyptu því mörg tonn af efninu í Southampton og sigldu því til Brugge sem er í Belgíu í dag. Þá var ullin unnin í stórum vefnaðarverksmiðjum í langar ræmur af fínasta dúk.

Kirkjan varaði við að ef seljandinn reyndi að svindla lenti hann í hreinsunareldinum. Græðgin er ein af sjö dauðasyndunum.

4. Silfur (Þýskaland)

Þessi verðmæti málmur kom úr námum nálægt Augsburg og var fluttur til Feneyja eftir öruggustu og stöðugustu leiðum þess tíma: ám Evrópu. Meirihluti silfursins var slegið í mynt og notað til að kaupa vörur frá t.d. Asíu.

 

5. Ólífuolía (Ítalía og Túnis)

Ítölsk ólífuolía var mjög eftirsótt. En þegar Feneyjar stóðu í stríði við önnur ítölsk borgríki, var mörgum viðskiptaleiðunum lokað. Feneysku skipin þurftu þá að sækja ólífur og ólífuolíu til Túnis.

 

6. Gull (Afríka)

Gullsmiðirnir á Rialto-torgi í Feneyjum voru frægir um alla Evrópu. Gullið í skartgripi þeirra kom frá námum í Afríku og kom náð til Alexandríu og Trípólí með vagnalest, þaðan sem því var siglt yfir Miðjarðarhafið.

Árið 1097 flutti markaðurinn í Feneyjum á torgið nálægt Rialto brúnni.

7. Gler (Murano)

Feneyjar voru þekktar fyrir óvenjulega tært gler. Vasar, perlur og speglar voru framleiddir á Murano-eyjum norður af borginni. Framleiðslan var nokkuð einangruð því að talsverð eldhætta stafaði af funheitum ofnum glerblásaranna.

 

8. Tískufatnaður (Frakkland)

Frá 1240 stjórnuðu Feneyjar hinni miklu Pó-sléttu og borgin náði yfirráðum yfir mikilvægum verslunarleiðum til Frakklands. Í borginni Troyes settu fataframleiðendur Feneyja upp umfangsmikla framleiðslu á handsaumuðum lúxusfatnaði fyrir yfirstétt Evrópu.

Lestu meira

Dennis Romano: Markets and Marketplaces, Yale University Press, 2015.

 

HÖFUNDUR: NATASJA BROSTRÖM & ANDREAS ABILDGAARD

© Jan van Horst, Creative Commons/Wikipedia,© Bridgeman Images,© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is