Maðurinn

Augnlitur – hvað ræður augnlit barna?

Augnlitur barna stjórnast af genunum sem barnið fær frá foreldrunum. Þetta táknar þó ekki að barnið fái sama augnlit og þau. Við hjá Lifandi vísindum vörpum nú ljósi á erfðafræðina að baki augnlit.

BIRT: 10/02/2024

Augnlitur barna ræðst af erfðavísum

Augnlitur barna ræðst fyrst og fremst af því hvaða gen barnið erfir frá foreldrum sínum.

 

Allir eru með samsetningu tveggja erfðavísa í genasafni sínu sem á þátt í að ákvarða augnlit okkar.

 

Hvort foreldri færir barninu einn erfðavísi og barnið erfir þannig samsetningu tveggja gena.

 

Hér má sjá á hvern hátt augnlitur yfirleitt erfist frá foreldri til barns:

 

  • Ef foreldrarnir eru með brún og græn augu eru 50% líkur á að barnið fái brún augu, 12,5% líkindi á bláum augum og 37,5% líkur á grænum augum.

 

  • Ef báðir foreldrar eru með græn augu eru 0,5% líkur á að barnið verði brúneygt, 24,5% líkindi á að það verði bláeygt og 75% líkur á grænum augum.

 

  • Ef foreldrarnir eru með græn og blá augu eru hverfandi líkur á að barnið verði brúneygt, helmingslíkur á bláum augum og helmingslíkur á grænum.

 

  • Ef foreldrarnir eru með brún og blá augu eru helmingslíkur á að barnið verði brúneygt, helmingslíkur á að eignast bláeygt barn og hverfandi líkur á grænum augum.

 

  • Ef báðir foreldrar eru bláeygðir eru hverfandi líkur á að barn þeirra verði brúneygt, 99% líkur á bláeygðu barni og eins prósents líkur á grænum augum.

 

  • Séu báðir foreldrar brúneygðir eru 75% líkur á brúnum augum, 6,2% líkur á bláum og 18,8% líkindi á grænum augum.

 

Hlutfallstölurnar eru matstölur

 

Þó svo að augnlitur fylgi oft þessari reglu eru til undantekningar sem hægt er að lesa sér til um hér í greininni.

 

Ríkjandi og víkjandi gen

Hvaða gen barnið erfir frá foreldrunum er algerlega tilviljanakennt. Þetta á hins vegar ekki við um það hvaða augnlit barn fær úr hinum ýmsu genasamsetningum.

 

Erfðavísir brúnna augna er t.d. ríkjandi en erfðavísir blárra augna víkjandi.

 

„Þetta þýðir að ef barn fær einungis gen fyrir brúnum augum þá fær það brún augu. Þeir sem verða bláeygðir verða að hafa fengið einn bláan erfðavísi frá bæði móður og föður. Þannig hljóðar erfðafræði Mendels,“ segir Jesper Thorvald Troelsen, prófessor í lækningalíffræði við háskólann í Hróarskeldu.

 

Gregor Johann Mendel var austurrískur munkur sem fann upp erfðafræðilögmálið á árunum upp úr 1860 en á þeim byggir allur skilningur okkar á erfðafræði.

 

Erfðafræði Mendels flokkar augnliti yfirleitt í brún og blá augu þó svo að í raun fyrirfinnist margir aðrir augnlitir.

 

Ástæðan er sú að hinir augnlitirnir eru ekkert annað en tilbrigði af bláum og brúnum augum.

 

Yfirlit yfir hina ólíku augnliti

Hér að neðan má sjá nokkra þeirra augnlita sem þekktir eru.

Eins og gefur að skilja fyrirfinnast margir mismunandi augnlitir en allir eru þeir á bláu og brúnu litrófi.

Þar sem augnlitur erfist frá foreldrunum, fá börn í flestum tilvikum sama augnlit og minnst annað foreldrið er með.

 

Þó gerist það iðulega að barn fær allt annan augnlit en foreldrarnir. Sem dæmi er hugsanlegt að barnið verði bláeygt þó svo að báðir foreldrarnir séu brúneygðir.

 

Þetta getur m.a. gerst ef báðir foreldrar eru með einn bláan erfðavísi og annan brúnan, segir Jesper Thorvald Troelsen: „Ef þetta á við um báða foreldrana eru þau bæði brúneygð. Ef bæði færa barni sínu bláa genið verður barnið bláeygt. Um fjórðungur barna þeirra verða þá bláeygð“.

 

Ef aðeins annað foreldrið er með tvö ríkjandi gen, þ.e. erfðavísa fyrir brúnum augum, verða öll börnin brúneygð, samkvæmt hefðbundinni erfðafræði. Ástæðan fyrir þessu er sú að erfðavísir fyrir brúnum augum er ríkjandi.

Hér áður var talið að einungis einn erfðavísir réði því hvaða augnlit við fengjum. Samkvæmt því gæti barn tveggja bláeygðra foreldra því ekki orðið brúneygt, líkt og sýnt er á myndinni. Sú er þó ekki raunin.

Bláeygðir foreldrar geta í raun eignast brúneygt barn

Til eru dæmi um bláeygða foreldra sem eignast hafa brúneygt barn.

 

Þetta stangast á við hina hefðbundnu erfðafræði þar sem barnið myndar litarefni í auga, þrátt fyrir að báðir foreldrar séu bláeygðir. Blá augu eru nefnilega til marks um að litarefni skorti.

 

Skýringuna á þessu er að finna í erfðabreytileika í OCA2 hluta erfðavísisins HERC2 sem ræður því að börn verða bláeygð.

Óvirkir erfðavísar geta fætt af sér brún augu

Bláeygðir foreldrar geta mæta vel eignast brúneygt barn.

Móðir með óvirkan HERC2-erfðavísi

Með óvirkum erfðavísi er átt við að ekkert litarefni myndist og að móðirin fyrir vikið sé bláeygð

Faðir með óvirkan OCA2-erfðavísi

Með óvirkum erfðavísi er átt við að ekkert litarefni myndist og að faðirinn fyrir vikið sé bláeygður.

Barn með virka OCA2- og HERC2-erfðavísa

Barnið erfir annan erfðabreytileika OCA2- og HERC2-erfðavísanna og báðir erfðavísar eru virkir. Þeir mynda fyrir bragðið litarefni og barnið verður brúneygt.

Ef annar hvor þessara ofangreindu erfðavísa er stökkbreyttur eða óvirkur myndast ekki litarefni í auganu og einstaklingurinn verður bláeygður, líkt og við á um foreldrana í myndinni hér að ofan.

 

Ef börn á hinn bóginn erfa einhvern allt annan erfðabreytileika geta þau í einstaka tilvikum orðið brúneygð, þrátt fyrir tvo bláeygða foreldra.

 

Vísindamenn stunda enn rannsóknir til að komast að raun um hvaða erfðabreytileika getur verið um að ræða.

Nýfædd börn eru ávallt með blágrá augu

Óháð því hver augnlitur barna verður þá fæðast þau ætíð með blágrá augu. Ástæðan er skortur á birtu í móðurkviði.

 

Þegar barnið fæðist örvar birtan í umhverfi barnsins litarefnið í auga þess og réttur augnlitur fer smám saman að láta á sér kræla.

 

Börn hafa yfirleitt fengið sinn endanlega augnlit þegar þau eru um það bil hálfs árs gömul en þó geta hæglega liðið allt að 12 mánuðir.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SONJA MORELL LUNDORFF

Shutterstock,© Shutterstock/Ken Ikeda Madsen,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

Náttúran

Geta dýr einnig orðið ástfangin?

Lifandi Saga

Mahatma Gandhi – Frelsishetja Indlands

Lifandi Saga

Pestin lagði Rómarríki í gröfina

Tækni

Tilviljanir skópu helstu sigra vísindamanna

Maðurinn

Af hverju klæjar mig undan ull?

Heilsa

Er ekki hægt að fá krabbamein í hjartað?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.