Lifandi Vísindi

Köngulær kela líka

Líffræði Sumar köngulær láta vel að móður sinni og systkinum og halda þannig nánu sambandi. Þetta hafa bandarískir vísindamenn við Cornell-háskóla nú uppgötvað. Vísindamennirnir rannsökuðu tvær tegundir, Phrynus marginemaculatus, sem er algeng í Flórída og svo miklu stórvaxnari tegund, Damon diadema, sem lifir í Tansaníu og Kenýu. Báðar tegundirnar eru svonefndar fálmaraköngulær sem eru frábrugðnar öðrum köngulóm að því leyti...

Gervilirfa á að finna jarðsprengjur

Tækni Hópur vísindamanna við Tufts-háskóla í Bandaríkjunum hefur þróað gervilirfu sem er fær um að skríða og snúa sér rétt eins og raunverulegar lirfur gera. Hugmyndin er sótt í Manduca sexta-lirfuna. Þessi lirfa er liðskipt og í hverjum lið eru 70 vöðvar og sérstök taug sem stýrir hverjum vöðva. Bygging lirfunnar er svo einföld að hún þarf engan heila til...

Steinaldarþjóð fórnaði fötluðum börnum

Fornleifafræði Evrópskir ættbálkar veiðimanna og safnara fórnuðu bæði fullfrískum og fötluðum börnum á tímabilinu 26000 - 8000 f.Kr. Í þremur fjöldagröfum í Rússlandi, Tékklandi og Ítalíu hefur ítalski vísindamaðurinn Vincenzo Formicola við háskólann í Pisa allavega fundið ummerki sem benda til fórnarathafna á þessu tímabili. Engar af beinagrindunum bera ummerki banvæns ofbeldis en í öllum tilvikum hafa fullfrísk börn verið...

Kólnar jörðin smám saman að innanverðu?

Jörðin gefur frá sér gríðarmikið af hita á hverju ári, en hnötturinn kólnar reyndar ekki af þeim sökum. Undir jarðskorpunni eru nefnilega í gangi tvenns konar ferli sem framleiða hita. Möttullinn er um 3.000 km lag þar sem er að finna vægt geislavirk ísótóp. M.a. má hér nefna efnin kalíum, thoríum og úran. Í hvert sinn sem frumeind sundrast, losnar...

Hafa allir apar neglur?

Flestir prímatafræðingar álíta neglurnar hafa þróast samhliða gripfærni handanna. Neglurnar styðja og verja fingurgómana en gera okkur jafnframt fært að klóra okkur. Fætur og tær mannsins hafa vissulega ekki lengur neina gripfærni, svo löngu eftir að maðurinn tók að ganga uppréttur, en engu að síður veita táneglurnar tánum bæði nokkurn stuðning og vernd. Allir prímatar hafa eina eða fleiri flatar...

Getur risavaxið svarthol gleypt heila stjörnuþoku?

Í mörgum stjörnuþokum sjá stjörnufræðingar að þéttni efnis, hvort heldur um er að ræða stjörnur, ryk eða gas, eykst mjög þegar dregur nær miðju stjörnuþokunnar. Á grundvelli mælinga á hraðri hringhreyfingu þessa efnis hafa menn í mörgum tilvikum getað slegið því föstu að í miðju stjörnuþokunnar sé að finna mjög þungt svarthol. Ástæða þess að svartholið skuli ekki hafa sogað...

Erfðavísarnir stjórnast af duldum kröftum

Með hliðsjón af lögmálum hefðbundinna erfðarannsókna og þekkingunni á öllu erfðamengi mannsins ætti að vera auðvelt að segja fyrir um hvernig erfðavísar ganga í erfðir og birtast í börnunum okkar. Vísindin hafa hins vegar sýnt fram á að erfðalykill DNA-keðjunnar ræður ekki öllu um hvaða eiginleika við erfum og frá hverjum við erfum þá. Ef við hugsum okkur eineggja tvíbura...

Page 58 of 74 1 57 58 59 74

Pin It on Pinterest

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.