Lifandi Saga

Barbie breyttist í hasarhetju

Talandi brúðan Teen Talk Barbie olli hneykslan og reiði þegar hún kom á markað undir lok síðustu aldar, sökum þess að allt það sem dúkkan sagði var til marks um úrelta sýn á konur. En þá tók hópur listamanna málin í sínar hendur og þeir breyttu Barbie í hasarhetju.

BIRT: 15/06/2024

Leikfangaframleiðandinn Mattel var fórnarlamb afar neikvæðrar umræðu árið 1992 og reiði fólks beindist að Teen Talk Barbie-brúðu fyrirtækisins. Þegar börnin ýttu á hnapp á baki dúkkunnar sagði hún t.d.:

 

„Mér finnst stærðfræði svo erfið“ og „Er nokkurn tímann hægt að eignast nógu mikið af fötum?“

 

Bandarískir stærðfræðikennarar, svo og jafnréttindasamtök á borð við Félag bandarískra háskólakvenna, voru mörg hver þeirrar skoðunar að setningarnar lítillækkuðu stúlkur.

 

Til að lægja öldurnar bauðst Mattel til að skipta talandi brúðunum út fyrir þöglar dúkkur, viðskiptavinunum að kostnaðarlausu en hópur ögrandi listamanna sem kölluðu sig Frelsissamtök Barbie-dúkkunnar, töldu óhæft að láta framleiðandann sleppa svo auðveldlega.

 

Skömmu fyrir jól árið 1993 keyptu listamennirnir dúkkurnar í hundraðatali og skiptu út talbúnaðinum í þeim. Þegar litlar bandarískar stúlkur opnuðu jólapakkana sína og ýttu á takkann á Teen Talk Barbie-dúkkunni, mátti heyra karlmannsrödd hrópa: „Ég drep þig, Cóbra!“ og „Ég mun hefna mín!“

 

Málaliðar vildu komast á ströndina

Karlmannsröddin átti rætur að rekja til annars leikfangs en með því er átt við leikfangabrúðuna G.I. Joe sem framleidd var hjá leikfangaframleiðandanum Hasbro. „Cóbra“ var heitið á glæpagengi og voru meðlimir þess helstu óvinir G.I. Joe. Frelsissamtök Barbie-dúkkunnar höfðu fest kaup á ógrynni af Barbie-brúðum, svo og G.I. Joe-brúðum og haft skipti á talbúnaðinum í þeim.

 

Að því loknu var öllum dúkkunum komið fyrir í upprunalegu öskjunum og þær settar í hillur stórverslana í New York og Kaliforníu. Þessi gjörningur hópsins hlaut mikla umfjöllun í dagblöðum.

Þessar hugvitssamlegu brúður njóta vinsælda sem minjagripir og flestir tengja þær beint við Rússland, þó svo að hugmyndin að þeim eigi rætur að rekja miklu austar.

„Á meðan Barbie er óvægin í tali, fer G.I. Joe á búðaráp“, stóð m.a. í fyrirsögn dagblaðsins The New York Times hinn 31. desember 1993.

 

Þegar Barbie-dúkkurnar hrópuðu skipanir í líkingu við „Árás“ talaði G.I. Joe um að „ströndin væri besti staðurinn á sumrin“. Hvorugt fyrirtækjanna Mattell eða Hasbro valdi að fara í mál við Frelsissamtök Barbie-dúkkunnar.

HÖFUNDUR: NATASJA BROSTRØM , ANDREAS ABILDGAARD

www.amazon.com/Mattel-Teen-Talk-Barbie-Doll/ Depressedhappiness & A ONE CREATIVE/Shutterstock.com/www.toys-that-make-noise.fandom.com/By NunyaBizness545 in Teen Talk Barbie

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Fidel Castro lifði af 638 morðtilraunir og skipulagðar morðaðgerðir

Lifandi Saga

Hvers vegna fær kóngafólk framfærslueyri?

Maðurinn

Geta tvíburar átt tvo ólíka feður?

Lifandi Saga

Hver var Golda Meir?

Lifandi Saga

Andy Warhol: Áhrifavaldur á undan samtímanum

Lifandi Saga

Lafði Díana – síðasti sólarhringurinn 

Jörðin

Matarvenjur þínar hafa sjöfalt meiri áhrif á umhverfið en áður var talið.

Lifandi Saga

Palestínumenn misstu allt: Hörmungarnar miklu

Tækni

Sjálfkeyrandi hlaupahjól skelfdi aðra vegfarendur fyrir meira en 100 árum.

Lifandi Saga

Hvað voru Sirius-sveitirnar á Grænlandi?

Maðurinn

Ný uppgötvun gæti fært sköllóttum hárið aftur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is