Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Eftir 1840 innleiddu Bretar frjálsa verslun í öllu heimsveldi sínu en það var ekki nóg. Þeir kröfðust hins sama af öðrum ríkjum til að geta selt ódýrar iðnvörur sem ruddu keppinautum af markaðnum.

BIRT: 27/06/2024

Canton, Kína, 1839

Vorið 1839 urðu breskir kaupmenn fyrir stóráfalli í Canton, núverandi Guangzhou í Kína. Bretar höfðu selt ópíum inn í landið í trássi við kínversk lög og nú lögðu kínversk yfirvöld hald á 20.000 kassa með þessu ólöglega efni.

 

Samkvæmt beinni fyrirskipun keisarans fleygðu 500 verkamenn efninu í skurð og helltu svo salti, vatni og kalki yfir. Bretarnir urðu ævareiðir.

 

Það var ekki nóg með að Kínverjar hefðu eyðilagt 1.400 tonn af gróðavænlegustu söluvöru Breta, heldur fólust líka í aðgerðinni ótvíræð skilaboð um að Kínverjar hefðu alls engan áhuga á fríverslun sem nú var orðin ein æðsta hugsjón Breta.

Við ópíumvinnslu er skorið gat á fræhylkið og safinn látinn renna úr því. Storkinn safinn er hráópíum.

Eftir talsverða milliríkjaspennu næsta árið gripu Bretar til aðgerða. Breski flotinn gerði árásir á kínverskar borgir allt frá Canton í suðri til Tianjin í norðri. Nú skyldi Kínverjum kennt að meta frjálsa verslun.

 

Þetta ópíumstríð varð ekki eina tilraun Breta til að brjóta á bak aftur andstöðu annarra ríkja gegn fríverslun. Allt fram til næstu aldamóta var frjáls verslun megininnihaldið í uppskrift Breta að árangri, auðsöfnun og völdum.

 

Lamandi korntollar

Verslunarfrelsi var tiltölulega nýtt fyrirbrigði á Bretlandi, þegar þeir beindu fallbyssum sínum að kínverskum borgum 1840. Áður en bók Adams Smith, Auðlegð þjóðanna, kom út 1776 höfðu Bretar verið sannfærðir um að leiðin til auðsældar ríkisins lægi í því að útflutningur væri meiri en innflutningur.

 

Röksemdir Smiths fyrir því að frjáls verslun milli ríkja væri mun áhrifaríkari og vænlegri til hagsældar sannfærðu marga hagfræðinga og stjórnmálamenn en það var þó ekki fyrr en að Napóleonsstyrjöldunum loknum 1815 sem fyrir alvöru var tekið að aflétta viðskiptahömlum.

 

Verksmiðjuiðnaður Breta hafði ríka þörf fyrir ódýr hráefni til framleiðslunnar og á þriðja áratug 19. aldar afnam viðskiptaráðuneytið innflutningstolla af ýmsum vörum, t.d. járni og bómull.

 

En þetta var aðeins upphafið. Árið 1839 tók verksmiðjueigandinn Richard Cobden forystu í samtökunum „Anti-Corn-Law League“ sem andmæltu þágildandi kornlögum sem kváðu á um tolla af innfluttu korni.

„Heimskuleg sjálfselska jarðeigenda“

Iðnjöfurinn Richard Cobden var ekki hrifinn af kröfum breskra jarðeigenda um tolla á innflutt korn.

Eftir Napóleonsstyrjaldirnar voru háir tollar lagðir á innflutt korn til að vernda innlenda framleiðslu. Jarðeigendur högnuðust á fyrirkomulaginu en hátt brauðverð lagðist þungt á efnaminna fólk.

 

Það gilti líka um verksmiðjueigendur. Þeir neyddust til að greiða hærri laun til að koma í veg fyrir að verkafólkið sylti. Cobden benti á að afnám korntollanna yrði öllum til gagns. Aðeins „heimskuleg sjálfselska jarðeigenda“ kæmi í veg fyrir nauðsynlegar lagabreytingar, sagði hann.

 

Cobden tókst að fá í lið með sér bankamenn, presta, verkafólk og fulltrúa umbótahreyfinga og 1846 var lögunum loksins breytt.

 

Fallbyssur tryggðu frelsi

Þessi sigur sýndi að framtíð Breta lá ekki í landbúnaði heldur iðnaði. Áhrifanna af afnámi korntollanna gætti strax. Ódýrt korn tók að streyma til Bretlands frá Bandaríkjunum.

 

Samtímis sigldu fulllestuð fraktskip Breta um heiminn. Sem fyrsta iðnvædda þjóðin nutu Bretar þess að fjöldaframleiddar vörur þeirra voru svo ódýrar að handgerðar vörur voru hvergi samkeppnisfærar.

Bretar réðu heiminum

Á 18. og 19. öld tryggður Bretar sér nýlendur um allan heim. Frá nýlendunum fluttu þeir ódýr hráefni fyrir breskan iðnað og tryggðu sér aðgang að mörkuðum um allan heim.

Indland var krúnudjásnið

Eftir orrustuna við Plassey 1757 náðu Bretar valdi yfir auðlindum Indlands sem framleiddi m.a. bast og bómull, mikilvæg hráefni fyrir breskan iðnað. Hið fjölmenna Indland gat til viðbótar skaffað unga menn í breska herinn.

Ástralía veitti forskot

Árið 1788 settust fyrstu Bretarnir að í Ástralíu. Bretar notuðu þetta stóra landsvæði sem fanganýlendu en að auki veitti það mikið forskot að ráða heilu meginlandi og Frakkar gátu aldrei stofnað sína eigin nýlendu í Ástralíu.

Bretar réðu Afríku

Afríka var Bretum mikilvæg. Yfirráð þar tryggðu sjóleiðina til Indlands en að auki voru þar miklar auðlindir. Víðfeðmt net nýlendna tryggði yfirráðin allt frá Kaíró til Góðravonarhöfða.

1850 voru Bretar allsráðandi á heimsmarkaði. Meira en helmingur alls innflutnings í ríkjum á borð við Þýskaland, Frakkland, Belgíu og Bandaríkin kom frá Bretlandi.

 

Þau ríki sem ekki vildu opna markaði sína fyrir Bretum máttu búast við heimsóknum fallbyssubáta breska flotans. Árið 1840 urðu Kínverjar fyrstir til þess að neyðast til að sætta sig við kröfur Breta um fríverslun – frammi fyrir fallbyssukjöftunum.

Hver er eiginlega ástæða þess að við keyrum hægra megin á veginum og Bretar á öfugum vegarhelmingi miðað við okkur?

Ríkasta þjóð í heimi

Til að vera viðbúnir mögulegri andstöðu sendu Bretar fallbyssuskip til Jamaica upp úr 1870. Þetta herskip var síðan reiðubúið til átaka hvar sem vera skyldi í Karíbahafi ef breskum hagsmunum yrði ógnað.

 

Ashanti-ríkið í Vestur-Afríku skapaði Bretum vandamál árið 1873 með innrás í Gullströndina sem var bresk nýlenda. Bretar sendu 2.500 manna herlið á vettvang.

Fríverslun Breta á 19.öld gerði London að efnahagsmiðstöð heimsins.

Árið eftir urðu bardagar þar sem Bretarnir lögðu Ashanti-herinn að velli og sprengdu konungshöllina í loft upp. Höfuðborgina, Kumasi, skildu þeir eftir í rústum.

Í friðarsamningum í kjölfarið lofaði konungurinn auðmjúklega að halda öllum verslunarleiðum opnum fyrir Breta.

 

Þegar hér var komið sögu höfðu iðnaður og verslun ekki einungis gert Breta að ríkustu þjóð veraldar, heldur voru þeir einnig voldugasta stórveldið í skjóli gríðarlega víðtæks nýlenduveldis og traustra viðskiptasambanda.

Bækur um fríverslun Breta

 • Cheryl Schonhardt-Bailey: From the Corn Laws to Free Trade, MIT Press, 2006

 

 • Frank Trentmann: Free Trade Nation, Oxford University Press, 2008.

HÖFUNDUR: ELSE CHRISTENSEN , ANDREAS ABILDGAARD

© Edward Duncan/Wikimedia Commons, Shutterstock. © Caplio G4 User. © National Portrait Gallery/Wikipedia . © Wikipedia. © Edward Linley Sambourne/Wikipedia. © Getty Images.

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

4

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Jörðin

Jörðin eftir manninn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

5

Jörðin

Jörðin eftir manninn

6

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Jörðin eftir manninn

Hvað verður um jörðina þegar við verðum horfin? Að sögn vísindamanna munu úlfaflokkar dreifast hratt á meðan borgirnar hrynja og sökkva. Hins vegar munu síðustu ummerki mannkyns standa til enda alheimsins.

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is