1. Býflugur skilja reiknitákn
Franskir og ástralskir vísindamenn hafa þjálfað býflugur í að telja og skilja einfaldar reikniaðferðir á borð við plús og mínus.
Býflugurnar hafa sannað kunnáttu sína með því að rata rétta leið í völundarhúsi þegar þær stóðu frammi fyrir reikningsdæmi.
Í nýlegri rannsókn tókst að sýna fram á að býflugurnar gátu jafnvel skilið jafngildi talna þegar þeim var breytt í tákn. Þessi geta hafði áður verið greind hjá öpum og einstaka fuglategundum.
2. Blautar býflugur renna sér á vatni til að komast í öryggi
Myndband: Sjáðu býflugurnar ,,sörfa" á vatninu.
Þegar býflugur lenda á vatni geta þær ekki hafið sig til flugs aftur.
Við slíkar aðstæður er þó ekki úti um flugurnar, ef marka má vísindamenn frá Caltec í BNA, því flugurnar geta notað vængina til að róa með, líkt og brimbrettakappar sem liggja á maganum á brimbrettum sínum.
Með þessu móti geta býflugur „róið“ áfram sem nemur þremur líkamslengdum á sekúndu og bjargast á þurrt land.
3. Býflugur framleiða fullkomið lím
Bandarískir vísindamenn hafa komist að raun um hvernig býflugur fá frjókorn sem þær safna úr blómum til að loða saman.
Uppskriftin er fólgin í blöndu af munnvatni flugnanna sjálfra og olíu úr blómunum sem tryggir að límið þornar ekki og varðveitir eiginleika sinn.
Vísindamenn hyggjast nú líkja eftir blöndunni í tilraunum með nýjar gerðir af lími.
4. Plastkort notuð til að að hlaða býflugur
Í borgum liggja býflugur iðulega hjálparvana á götum og gangstéttum.
Þessum vanda telja starfsmenn Býflugnabjörgunarsveitarinnar (Bee Saviour Behaviour) sig nú hafa leyst en um er að ræða plastkort sem allir geta geymt í seðlaveskinu.
Kortið felur í sér litlar birgðir af sykurvatni sem komið getur býflugum í vanda til bjargar á örlagastundu.