Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Vel snyrtir garðar og landbúnaður á iðnaðarskala felur í sér að býflugur jarðar skortir bæði heimili og fæðu. Og að sama skapi ráðast örlög okkar af þessum iðnu frjóberum. Hér getur þú lesið um hvers vegna við getum ekki verið án þeirra og eins hvað þú gætir gert til að hjálpa býflugum.

BIRT: 03/05/2024

Fróðleiksmolar 

Þess vegna tölum við um þær;  Fjöldi býflugna fellur hratt. Þær eru mikilvægir frjóberar og því getur þessi þróun haft skelfilegar afleiðingar fyrir vistkerfi jarðar. 

 

Hvað þýðir það eiginlega? Frjóberarnir dreifa frjókornum milli blómstra og tryggja að plönturnar geti gefið af sér fræ. 

 

Talan sem þú ættir að þekkja: 70 – svo margar af 100 mikilvægustu nytjaplöntum manna eru frjóvgaðar af býflugum.

 

Engar býflugur – engar möndlur, engir tómatar og ekkert kaffi. Þessir litlu frjóberar skipta sköpum fyrir drjúgan hluta af matvælaframleiðslu heims. 

 

Hunangsbýflugurnar geta verið saman í risastórum búum og gefa okkur hunang og vax en það eru öllu fremur litlu einfararnir – villtar býflugnategundir – sem eru mikilvægari fyrir okkur. Þær eru nefnilega svo uppteknar af því að frjóvga plöntur að þær hafa varla nokkurn tíma til að búa til hunang.

 

Hér má lesa hvers vegna maður ætti ekki bara að drepa býflugu þó að hún fari í taugarnar á manni. 

 

Hvernig býflugur eru til? 

Á heimsvísu fyrirfinnast meira en 20.000 tegundir af býflugum. Flestar þeirra eru á norðlægu og suðlægu belti milli pólanna og miðbaugs þar sem flestar blómategundir er að finna.

 

Á Íslandi eru tegundirnar þrjár en í Danmörku 296.

 

Þekktasta býflugnategundin er vafalítið evrópska hunangsbýflugan. Upprunalega lifði hún villt í náttúrunni en var gerð að húsdýri fyrir nokkur þúsund árum af dugmiklum býflugnaræktendum sem veittu flugunum bestu aðstæður til að framleiða hunang.

 

Núna lifir hunangsflugan sem húsdýr á öllum meginlöndum fyrir utan Suðurskautslandið.

 

Hunangsflugur eru afar miklar félagsverur og í hverju búi geta lifað milli 20.000 og 60.000 ófrjóar þernur sem geta ekki verpt eggjum heldur taka að sér margvísleg hagnýt verkefni og sjá einkar vel um frjósama drottningu sína.

Hin blásvarta og 200 mg þunga blásefja er stærsta evrópska býflugnategundin. Býflugan er einfari og býr einkum í dauðum trjástofnum á suðlægum svæðum Evrópu.

En það búa ekki allar býflugur saman í félagsbúi eins og hunangsbýflugur. Raunin er sú að meginhluti villtra evrópskra býflugna fara jafnan einförum. 

 

Breytileiki í stærð og útliti meðal villtra býflugna er einnig afar mikill: Þyngd á líkama býflugu getur verið breytileg sem nemur 400 faldri þyngd milli tegunda, frá hinni agnarsmáu Dufourea halictula sem vegur einungis 0,5 mg til blásefjunnar sem er risi og vegur heil 200 milligrömm. 

 

Hvers vegna eru býflugur mikilvægar? 

Fiðrildi og randaflugur sem dansa frá blómi til blóms eiga ríkulegan þátt í að frjóvga plöntur náttúrunnar en býflugur eru langmikilvægastar sem frjóberar í náttúrunni. 

80 prósent af möndlum heimsins eru framleidd í Kaliforníu og 1,6 milljónir býflugnabúa hjálpa möndlubændum að fræva blóm trjánna.

Sumar plöntur geta frjóvgað sig sjálfar en aðrar þurfa á frjókornum frá öðrum tegundafélögum að halda og þar sem plantan getur sjálf ekki gert mikið til að finna sér „maka“.

 

Þess vegna þarf hún að reiða sig á þjónustu skordýra sem róta um í sykurríkum blómasafanum og próteinríkum frjókornum sem mynda karlkyns frumurnar.

 

Í leit að fæðu flytur frjóberinn frjókorn til kvenkynshlutans, frævunnar og frjóvgun á sér stað.

 

Fyrir margar mikilvægar plöntutegundir eins og hveiti, maís og hrísgrjón sér vindurinn um að dreifa frjókornum. Fyrir aðrar tegundir eins og repju, tómata og kaffi eru býflugurnar nauðsynlegar eigi plönturnar að geta gefið af sér góðan afrakstur. 

 

Þriðji hópur matjurta reiðir sig nánast fullkomlega á frjóvgun býflugna. Það á t.d. við um epli, kíví, bláber, melónur, agúrkur, möndlur, bókhveiti og vanillu.

5.000.000

blóm þarf hunangsbýfluga að heimsækja til að framleiða 1 kg af hunangi.

Til þess að tryggja góða uppskeru á t.d. repjuengi er býflugnabúum oft komið fyrir á strategískum stöðum nærri enginu þannig að býflugurnar geti skotist út þegar jurtirnar blómstra. 

 

Villtar býflugur eru þó skilvirkari frjóvgarar en tamdar hunangsbýflugur. Hunangsbýflugur heimsækja gjarnan hundruði af mismunandi blómategundum en þegar þær fljúga frá einni plöntutegund til annarrar hafa þær ekki alltaf viðeigandi frjókorn með sér fyrir hverja og eina tegund.

 

Margar villtar býflugur eru hins vegar kresnari. Þær sækja einungis í fáar plöntutegundir og bera því jafnan með sér rétt frjókorn til frjóvgunar. 

 

Á hverju nærast býflugur? 

Allar býflugur lifa á blómasykri (e. nektar) og frjókornum. En hver býflugnategund hefur sínar sérstöku þarfir.

 

Býflugnabú hunangsbýflugna er mikið framleiðsluapparat þar sem árlega er safnað saman 120 til 200 kg af blómasykrum. Drjúgur hluti þeirra fer í að viðhalda vinnuaflinu og býflugnabú getur framleitt árlega um 40 til 80 kg af hunangi.

LESTU EINNIG

Aðrar býflugnategundir geta ekki státað af slíkri umframframleiðslu, heldur fer öll söfnun þeirra í viðhald búanna. 

 

Fyrir humlur skiptir öllu máli að blóm séu í nágrenni þeirra alla ævina því þær myndu annars deyja eftir fáeina daga án blómasykra.

 

Fullorðnar býflugur éta aðallega blómsafa en fæðubótarefni þeirra eru frjókornin til þess að ná sér í prótín. 

 

Býflugurnar hafa mismunandi aðferðir til að safna frjókornum og líffræðingar skipta þeim í búksafnara sem geyma frjókornin undir búknum og fótasafnara sem hafa lítinn „vasa“ fyrir frjókornin á útlimum sínum.

 

Mestur hluti frjókornanna fer til lirfanna og frjókorn eru meginefnið í „býflugnakökunni“. Þetta er kúla úr frjókornum sem er límd saman með hunangi en býflugurnar rúlla hæfilega stórum kökum niður til eggs í hverju hólfi, áður en þær innsigla hólfin með vaxi.

 

Hjá einsömlum býflugum verður lirfan að láta sér duga þennan fæðupakka allt þar til að hún hefur púpast og þroskast í fullvaxinn einstakling. 

 

Eru býflugur árásargjarnar? 

Býflugur eru sjaldan jafn árásargjarnar og vespur, því margar býflugnategundir deyja eftir að hafa stungið óvin. Þetta stafar af því að stungubroddur þeirra er búinn agnhaldi.

 

Agnhaldið þrýstir broddinum lengra niður í fórnarlambið til að eitrið geri meiri skaða en býflugan þarf að gjalda þess með lífi sínu því hún losnar ekki lifandi frá þessari varnaraðgerð.

Hunangsbýflugnadrottningin getur verpt allt að 3000 eggjum á einum degi.

Hunangsbýflugur og humlur eru því ólíklegastar til að grípa til slíkra bragða. Fyrir samfélagslegar býflugur hefur einstaklingurinn minni þýðingu af því að það er alltaf hægt að reiða sig á að nýir afkomendur fylli skarðið. 

 

Fyrir villtar býflugur er málum öðruvísi háttað. Þær eru öllu árásargjarnari því hver einstök býfluga ber ábyrgð á því að koma næstu kynslóð sinni á legg.

 

Fyrir allar býflugnategundir gildir þó að það eru einungis kvendýrin sem hafa stungubrodd. Karldýrin geta þannig ekki lagt neitt af mörkum til að verja búið. 

 

Hvers vegna búa býflugur til hunang? 

Býflugur lifa á blómasafa frá blómum og hunangsbýflugan hefur þróað með sér snjalla leið til að geyma hann til lengri tíma: í sykurlegi. Hunangsframleiðslan hefst þegar býflugurnar safna saman blómasafanum í gegnum sograna sinn.

 

Hjá hunangsbýflugum rennur blómasafinn niður í stækkaðan vasa í meltingarkerfinu sem nefnist hunangssarpur.

4.000.000.000.000

hunangsbýflugur lifa í allt að 100 milljón býflugnabúum sem er að finna um heim allan. Þar með eru þær 500 sinnum fleiri en menn á jörðu. 

Þegar býflugurnar snúa aftur í búið æla þær upp blómasykrinum og eftirláta hann býflugum sem eru í framleiðsludeild „búsins“. Þessar vinnuflugur bæta efnahvötum við blómasafann sem umbreytir sykrunum í honum í glúkósa og frúktósa.

 

Inni í býflugnabúinu blaka aðrar vinnuflugur síðan vængjum yfir vökvanum allan daginn. Þetta myndar stöðuga loftræstingu og það gufar vatn upp úr vökvanum sem verður þéttari fyrir vikið. 

 

Í slíku formi getur hunang geymst um áraraðir og tekur jafnframt minna pláss þannig að það er meira svigrúm til að birgja sig upp fyrir veturinn, þegar engin blóm er að finna.

Árið 2021 framleiddu býflugur í Kína 486.000 tonn af hunangi. Þar með er landið langstærsti framleiðandi í heimi og skilar meira af hunangi en næstu sex lönd á listanum, Tyrkland, Íran, Argentína, Úkraína, Indland og Rússland – gera samanlagt.

Flestar villtar býflugur gætu því horft öfundaraugum á hunangsbirgðir ættingja sinna. Villtar býflugur framleiða einungis lítið eitt af hunangi og reiða sig einatt á aðrar fæðutegundir til að lifa af. 

 

Hvaða hættur steðja að býflugum? 

Það sem býflugur skortir helst er meira rými. Rými fyrir býflugnabú og rými fyrir plöntur sem þær lifa af.

 

Líklega er þó helsta áskorun fyrir villtar býflugur einfaldlega vaxandi skortur á búsvæðum og ástæðan er einkum iðnaðarlandbúnaður en of lítið af ósnortnum heiðum og engjum með villtum blómum. 

Til að búa til 1 kg af hunangi þurfa býflugur að sækja heim um fimm milljónir blóma.

Önnur ógn sem stafar að býflugum eru sjúkdómar. Bæði þeir náttúrulegu og aðrir sem berast með t.d. mítlum sem sníkja á þeim. Með tömdum hunangsbýflugum berast ýmis óþrif til villtra býflugnategunda eins og varroa-mítillinn sem ber banvæna veiru.

 

Mótstöðukraftur býflugnanna gegn sýkingum minnkar jafnframt þegar þær komast í tæri við þau fjölmörgu skordýraeitur sem gjarnan eru notuð til að hámarka afrakstur í landbúnaði. 

 

Á síðari árum hafa líffræðingar einnig tekið eftir því að hunangsbýflugur geta svelt mikilvægar villtar býflugur vegna iðni sinnar, þannig að þær villtu ná ekki að nærast nægjanlega vel og deyja jafnvel úr hungri.

62,5% 

– svo mikið hefur fjöldi býflugna minnkað í suðausturhluta BNA á síðustu 15 árum. 

Hjá sumum humlum sem mynda bú hafa menn eins tekið eftir því að einstaklingarnir verða minni þegar búið er nærri stóru hunangsbýflugnabúi. Það er einfaldlega ekki nægjanlega mikil fæða til staðar til að humlurnar geti orðið fullvaxta.

 

Núna eru menn farnir að taka með í reikninginn hversu mikinn þéttleika af hunangsbýflugum vistsvæði geta þolað án þess að hinir villtu frændur þeirra þurfi að þola skort. 

 

Hvernig getur þú hjálpað býflugum? 

Hyggist garðeigendur veita býflugum betri aðstæður þá þurfa þeir að bjóða upp á mikið af blómasykursríkum og frjókornaríkum blómum og leyfa býflugunum einnig að byggja sér hreiður á óröskuðum stöðum í garðinum.

 

Ensk rannsókn hefur þannig sýnt að mikill þéttleiki humlahreiðra í görðum uppfyllir þessi skilyrði. 

 

Einnig geta svokölluð skordýrahótel hjálpað býflugunum en fáar villtar býflugur flytja inn á slík hótel. Þær geta ekki nýtt sér slík stöðluð holrými heldur þurfa humlurnar sjálfar að geta byggt sér heppilegt hreiður frá grunni. 

Skordýrahótel eru aðlaðandi fyrir fjölmörg skordýr, en villtar býflugur kjósa yfirleitt eigið bú.

En býflugur lifa ekki einungis í görðum einbýlishúsa.

 

Það sem skiptir mestu máli fyrir býflugurnar er að þær komist í tæri við ósnortna náttúru. Þó þarf að gæta þess að sláttur á lággróðri komi ekki í veg fyrir blómstrun plantna.

 

Með slíkum aðgerðum er hægt að tryggja að í framtíðinni fyrirfinnist ennþá býflugur sem geta hjálpað okkur við að frjóvga allar þær plöntur sem gagnast okkur og náttúrunni. 

HÖFUNDUR: INGE REVSBECH

Shutterstock,© Mikkel Skov Benediktson,© Cadv19

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

4

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

5

Jörðin

Jörðin eftir manninn

6

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Jörðin eftir manninn

Hvað verður um jörðina þegar við verðum horfin? Að sögn vísindamanna munu úlfaflokkar dreifast hratt á meðan borgirnar hrynja og sökkva. Hins vegar munu síðustu ummerki mannkyns standa til enda alheimsins.

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is