Þróun lífsins

Tröllvaxnir könnuberar á Filippseyjum

Tröllvaxnir könnuberar á Filippseyjum

Í ferðum sínum til Filippseyja hafa grasafræðingar frá Cambridge-háskóla uppgötvað nýja kjötætuplöntu af könnuberaætt eða Nepentheceae. Plantan er óvenju stór miðað við aðra könnubera, en trektin, sem er full af vökva og jurtin notar sem gildru fyrir skordýr og önnur smádýr, er allt að 30 sm há og þvermálið getur orðið 16 sm. Þetta er þannig stærsti könnuberi sem fundist...

220 milljón ár  – og enn í toppformi

220 milljón ár – og enn í toppformi

Krókódílarnir hafa lifað af risaeðlur, árekstra loftsteina og ótal loftslagsbreytingar. Þessar lífseigu skepnur hafa í tímans rás komið fram í formum sem fá okkur til að sperra upp augun: Frá ægilegum skrímslakrókódílum sem gátu auðveldlega étið risaeðlur til háfættra sérkennilegra smákrókódíla er líkjast helst hundum. Þróunin hefur jafnvel boðið upp á plöntuætukrókódíla. Í meira en áratug hefur steingervingafræðingurinn Paul Serrano...

Kærleiksríkir foreldrar éta börnin sín

Kærleiksríkir foreldrar éta börnin sín

Líffræðingar hafa löngum velt vöngum yfir því hvers vegna sum dýr éta afkvæmi sín. Nú hafa líffræðingar hins vegar sýnt fram á, með hjálp tölvulíkans, að fyrirbærið kemur ekki í veg fyrir að tegundin fjölgi sér, heldur getur það beinlínis bætt lífslíkur lífvænlegustu afkvæmanna. Þessir sömu foreldar hugsa nefnilega afskaplega vel um þau afkvæmi sem komast á legg.

Leyndardómar regnskóganna

Leyndardómar regnskóganna

Langflestar af milljónum tegunda jarðar lifa í hitabeltinu. Ekki er vitað hvers vegna úir og grúir af svo miklu meira lífi þar en annars staðar á hnettinum, en líffræðingar hyggjast finna svarið. Í því augnamiði rannsaka þau nú tré í 40 af skógum hnattarins.

Flestar risaeðlur voru fiðraðar

Flestar risaeðlur voru fiðraðar

Með leifum af 125 milljóna ára gamalli plöntuætu hafa sérfræðingar uppgötvað einn mikilvægasta steingerving í mörg ár. Fundurinn hefur vakið verðskuldaða athygli enda er þessi litla risaeðla með fiðurlíkar leifar þrátt fyrir að hún ætti samkvæmt algengustu kenningum að hafa hreisturplötur. Þetta felur í sér að fjaðrahamur var fremur reglan en undantekning – bæði meðal ráneðla og graseðla.

Eðlulappir lengjast í vörn gegn maurum

Eðlulappir lengjast í vörn gegn maurum

Græneðlutegund sem lifir í suðausturhluta Bandaríkjanna er nú lýsandi dæmi um það hversu hröð þróunin getur orðið í dýraríkinu. Upp úr 1930 barst suður-ameríski eldmaurinn til Bandaríkjanna og á innan við 80 árum hafa afturfætur á eðlum, sem hafa búsetu á sömu svæðum og maurarnir, lengst og mælast nú 5% lengri en á eðlum á mauralausum svæðum. Þetta sýnir rannsókn gerð...

Hversu gamlar geta plöntur orðið?

Hversu gamlar geta plöntur orðið?

Tré geta að líkindum náð meira en 4.000 ára aldri, en það er þó hreinasti hégómi í samanburði við sumar aðrar plöntur, einkum þó þá plöntu sem tvímælalaust á metið, Lomatica tasmanica, sem aðeins vex á litlu svæði í fjalllendi á Tasmaníu. Þessi planta er ófrjó, vegna þess að af einhverjum ástæðum hefur hún þrjá litninga í stað tveggja. Hún getur...

Page 4 of 5 1 3 4 5

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR