Lifandi Saga

Charles Darwin og þróunarkenning hans breytti heimsmynd okkar.

Enginn hefur haft meiri áhrif á skilning okkar á lífinu á jörðinni en Charles Darwin. Þessi breski náttúruvísindamaður gjörbylti vísindunum með þróunarkenningu sinni í bókinni „Uppruni tegundanna“.

BIRT: 04/01/2023

Fyrir 6.000 árum skapaði Guð himin og jörð. Því næst fyllti hann plánetuna af plöntum og dýrum og að lokum skapaði hann karlmanninn og konuna. Allar núlifandi tegundir eiga ættir að rekja til dýranna sem lifðu af syndaflóðið um borð í örkinni hans Nóa.

 

Þannig hljóðar frásögn Biblíunnar um þróun dýranna í sem stystu máli og langt fram eftir 19. öld trúðu Vesturlandabúar þessu almennt.

 

Það mætti því gríðarlegri andstöðu þegar breski vísindamaðurinn Charles Darwin fleygði upphafssíðum Biblíunnar nánast á eldinn með tímamótaritkveri sínu, „Uppruni tegundanna“ árið 1859.

 

Í þessu merkasta vísindariti sínu færir Darwin rök að því að allar lífverur jarðarinnar séu skyldar og tengsl þeirra sé að rekja margar milljónir ára aftur í tímann. Hann útskýrði um leið hvernig nýjar tegundir gætu orðið til, sem sé við náttúruúrval.

 

Ætlaði að verða prestur

Það var reyndar ekki skrifað í skýin að Charles Darwin yrði einn áhrifaríkasti vísindamaður samtíma síns.

 

Maður sem síðar sprengdi heimsmynd kristinna manna í tætlur hóf námsferilinn sem sé á því að læra til prests. Það nám hóf hann við Cambridgeháskóla árið 1827.

 

Þá leit hinn 18 ára Darwin á sig sem sannkristinn. En guðfræðinámið heillaði hann aldrei og þess í stað fékk hann áhuga á dýrafræði, grasafræði og jarðfræði. 

Darwin ólst upp í enska smábænum Shrewsbury. Á þessu málverki frá 1816 er hann sjö ára. Þróunarkenning Darwins vakti mikla reiði og var tilefni margra skopteikninga, t.d. þessarar apamyndar.

Árið 1831 urðu tímamót í lífi hans. Þessum 22 ára háskólastúdent bauðst ólaunuð staða vísindamanns á skipinu HMS Beagle.

 

Skipið var á leið í hnattsiglingu sem átti að taka 5 ár. Skipstjórinn hét Robert Fitzroy en hlutverk Darwins var að rannsaka náttúrusögu.

 

Vísindamaðurinn ungi reyndist viðkvæmur fyrir bylgjuhreyfingum og ölduróti sjávar. „Ég hata hverja einustu öldu á hafinu,“ hvæsti hann iðulega að skipsfélögum sínum.

 

Darwin fór því í land í hvert sinn sem tækifæri gafst og fór gjarnan í langar ferðir til að safna sýnishornum af plöntum, dýrum, steingervingum og bergtegundum.

 

En það var einkum viðdvölin á Galapagoseyjum, þar sem fjölbreytni dýraríkisins var beinlínis ótrúleg sem olli náttúrufræðingnum unga miklum heilabrotum.

Kort af fimm ára siglingu breska flotaskipsins HMS Beagle frá 1831 til 1836. Charles Darwin var um borð sem náttúrufræðingur skipsins.

Árið 1836 kom HMS Beagle aftur heim til Englands. Skömmu síðar tók Darwin að gefa út vísindarit um ýmsar athuganir sínar í ferðinni. Árið 1845 gaf hann út stórvirkið „Journal and Remarks“ í þremur bindum. Þetta ritverk er nú betur þekkt undir heitinu „The Voyage of The Beagle“.

 

En það var ekki fyrr en 1859 sem hann gaf út merkasta ritverk sitt, „Uppruni tegundanna“ sem breytti náttúruvísindunum um alla framtíð. 

Um hvað snýst þróunarkenning Darwins?

Þróunarkenningin var byltingarkennd

Fáir hafa haft jafn mikil áhrif á þekkingu okkar á lífi á jörðinni og Darwin.

 

Frægust er kenning hans um náttúrulega þróun, einnig þekkt sem þróunarkenningin.

 

Þróunarkenningin er grundvöllur nútímaskoðunar okkar á þróun lífs og kenningunni var fyrst lýst af Darwin í verkinu „Uppruni tegundanna“.

Árið 2019 keypti nafnlaus safnari fyrstu útgáfuna af aðalverki Charles Darwins, „Uppruni tegundanna“, á uppboði fyrir hálfa milljón dollara - eða 71 milljónir króna. „Uppruni tegundanna“ hefur verið útnefnd „áhrifamesta fræðibók allra tíma“ af breskum almenningi.

Hugmyndin um þróun lífvera var ekki uppfinning Darwins en hann þróaði kenninguna áfram og hóf hana á vísindalegan stall. Þróunarkenning hans markaði slík tímamót að hún var síðan nefnd eftir honum og kölluð Darwinismi.

 

Darwinisminn felur í sér tvö meginatriði. 

 

Hið fyrra er það að allar lífverur hafi smám saman þróast af sameiginlegri rót og síðan breyst og sundurgreinst í tegundir.

 

Hið síðara er það að hæfustu afkomendur hverrar tegundar lifi af. Þeir einstaklingar sem best aðlagast umhverfinu og bera heppilegustu erfðaeiginleikana, koma í hverri kynslóð upp fleiri afkvæmum en einstaklingar sem hafa minni aðlögunarhæfni. 

Það olli miklu uppnámi þegar Charles Darwin hélt því fram að maðurinn væri bara dýr sem þróaðist frá öpunum. Þar af leiðandi sýndu skopmyndir á borð við þessa frá breska ádeilutímaritinu The Hornet árið 1871 hinum umdeilda vísindamanni sem apa.

Þetta náttúrulögmál er drifkraftur þróunarinnar og trúlega best þekkt sem „The Survival of The Fittest“ eða „Hinir hæfustu lifa“.

 

Árið 1871 sendi Darwin frá sér enn umdeildari bók, „Afkvæmi manna og makavalið“.

 

Þar færir hann rök að því að fegurð í ríki náttúrunnar og glæsileiki dýranna séu ekki sköpuð manninum til nautnar, heldur hafi það að markmiði að laða að maka og tryggja sem burðugust afkvæmi.

 

Rétt eins og náttúruúrval felur í sér þann tilgang að tegundin lifi, hefur makavalið þann tilgang að tryggja fjölgun tegundarinnar. 

5 fræg ummæli Darwins

„Ráðgátan um uppruna allra hluta er okkur óleysanleg og ég sætti mig við að vera efahyggjumaður.“

„Sá maður sem eyðir klukkustund til ónýtis, hefur ekki uppgötvað gildi þess að vera til.“

„Við getum ekki sætt okkur við að líta á dýr sem við höfum gert að þrælum okkar, sem jafninga.“

„Vísindamaður á hvorki að eiga sér óskir eða hollustu – aðeins hjarta úr steini.“

„Kærleikurinn til allra lifandi vera er göfugasti eiginleiki mannsins.“

Síðla á 18. öld hafði franskur fjölfræðingur, Leclerc greifi af Buffon, gælt við þróunarhugmyndir og í byrjun 19. aldar tók franski náttúrufræðingurinn Lamarck upp þann þráð og gaf út bókina „Philosophie zoologique“ árið 1809.

 

Þar birtist í fyrsta sinn sú hugmynd að allar nútíma lífverur hefðu þróast af eldri tegundum með náttúrulegum hætti.

 

Lamarck áleit t.d. að afkvæmi erfðu tiltekin einkenni fyrri kynslóðar og að það skýrði hvers vegna tegundirnar yrðu smám saman hæfari til að lifa í sínu náttúrulega umhverfi.

 

Frægasta dæmi hans um þetta var hálslengd gíraffans. Lamarck taldi að dýrið teygði alla ævi upp höfuðið til að ná laufum í trjátoppum og fæddi því afkvæmi með lengri háls.

 

Það var þó ekki fyrr en Darwin greindi erfðafræðilega aðlögun gegnum náttúruúrval sem þróunarkenningin tók að öðlast viðurkenningu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

© Wikimedia Commons. © Musée Buffon à Montbard. © Shutterstock.

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.