Search

Dánarmein

Algengustu dánarmeinin á heimsvísu

BIRT: 27/04/2020

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Algengustu dánarmeinin á heimsvísu

Listinn: Hjarta- og æðasjúkdómar eiga sök á flestum dauðsföllum. Hér sérðu hvaða sjúkdómar komast á topp-5 listann yfir algengustu dánarmeinin.

Þetta eru algengustu dánarmein heimsins

Vissir þú að 31,8% allra dauðsfalla eru af völdum hjarta- og æðasjúkdóma? Á grundvelli nýjustu samantekta hafa Lifandi vísindi tekið saman lista yfir fimm algengustu dánarmeinin.

5. Heilabilun

Dauðsföll: 2,51 milljón.

Hlutfall allra dauðsfalla: 4,49%.

Þróun: Heilabilun hefur á síðari árum þokast æ hærra á listanum.

Hugtakið heilabilun nær yfir ýmsa heilasjúkdóma, þeirra á meðal Alzheimer.

4. Neðri öndunarfærasjúkdómar

Dauðsföll: 2,56 milljónir.

Hlutfall allra dauðsfalla: 4,57%.

Þróun: Fallandi.

Það er einkum lungnabólga sem dregur þennan fjölda til dauða árlega.

3. Öndunarfærasjúkdómar

Dauðsföll: 3,91 milljónir.

Hlutfall allra dauðsfalla: 7%.

Þróun: Hækkandi.

Meðal sjúkdóma í þessum flokki má nefna astma.

2. Krabbamein

Dauðsföll: 9,56 milljónir.

Hlufall allra dauðsfalla: 17,08%.

Þróun: Hækkandi.

Meðal banvænustu krabbameina eru lungnakrabbi, krabbi í meltingarfærum, brjóstakrabbi og krabbamein í brisi.

1. Hjarta- og æðasjúkdómar

Dauðsföll: 17,79 milljónir.

Hlutfall allra dauðsfalla: 31,8%.

Þróun: Hjarta- og æðasjúkdómar hafa síðustu 15 ár verið algengasta dánarorsök í heiminum – og fjöldinn eykst með hverju árinu. Til þessara sjúkdóma teljast bæði hjartaáföll og kransæðastíflur en kransæðarnar sjá hjartanu sjálfu fyrir blóði.

Fólk deyr þó úr ýmsu öðru en sjúkdómum. Umferðarslys eru númer 11 á listanum yfir dánarmein með 1,24 milljónir dauðsfalla en hryðjuverk (26.500 dauðsföll) og náttúruhamfarir (9.600 dauðsföll) eru á hinum endanum.

BIRT: 27/04/2020

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is