Deildarmyrkvi – hvað er það og hvenær sést hann á Íslandi?

Dimmur skuggi læðist yfir sólina á (vonandi sólríkum) sumardegi. Þann 10. júní getur þú séð deildarmyrkva á Íslandi. Fáðu þér sólmyrkvagleraugu og njóttu dansins milli tungls og sólar.

BIRT: 06/06/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

Alheimurinn – Sólmyrkvi

Lestími: 4 mínútur

Sólmyrkvi 2021

Þvermál sólar er u.þ.b. 400 sinnum stærra en tunglið, en tunglið er næstum 400 sinnum nær jörðinni og því við réttar aðstæður getur það lokað alveg fyrir sýn okkar á sólina – fyrirbæri sem kallast sólmyrkvi.

 

Það eru fjórar gerðir sólmyrkva:

 

  • Almyrkvi

 

  • Hringmyrkvi

 

  • Deildarmyrkvi

 

  • Blandaður myrkvi – almyrkvi sem hefst eða endar sem hringmyrkvi.

 

Þann 10. júní 2021 verður deildarmyrkvi frá Íslandi séð.

 

Tunglið mun þá ganga alveg fyrir sólu, en vegna aflangrar brautar er það aðeins of langt frá jörðu til að myrkva hana alveg.

 

Tunglið mun því hylja um 70 % sólarinnar sem er mesti myrkvi á Íslandi frá árinu 2015.

 

Við hringmyrkva nær tunglið ekki að skyggja á alla sólina og þá sést þunnur sólhringur umhverfis brún tunglsins

© Shutterstock

 

© Shutterstock

Orsök mismunandi sólmyrkva

Skuggi tunglsins skiptist í alskugga og hálfskugga. Í hálfskugga verður deildarmyrkvi og í alskugga verður almyrkvi eða hringmyrkvi.

 

Almyrkvi og hringmyrkvi

Ef þú ert í alskugganum (umbra) verður almyrkvi. Ef tunglið er of langt í burtu til að skyggja á alla sólina fáum við hringmyrkva í staðinn.

 

Deildarmyrkvi

 

Hálfskugginn kallast penumbra. Frá þessu sjónarhorni mun tunglið ekki ganga alveg fyrir sólina og því verður deildarmyrkvi.

 

 

Deildarmyrkvi á Íslandi

 

Hringmyrkvann verður m.a. hægt að sjá á Grænlandi og í Kanada, en sumstaðar í Evrópu verður einnig hægt að sjá eitthvað af honum.

 

Ísland verður því miður ekki besti staðurinn til að sjá sólmyrkvann. Hér sést sólmyrkvinn frá eilítið skökku sjónarhorni og því mun tunglið aðeins hylja um 70% sólarinnar. Við fáum því ekki hringmyrkva heldur deildarmyrkva. 

 

Eftir 10. júní þurfum við að bíða til 25. október 2022 til að upplifa sólmyrkva aftur en þá sjáum við deildarmyrkva á Íslandi.

 

Þannig sérðu deildarmyrkvann

 

Hvenær og hvar:  Í Reykjavík mun sólmyrkvinn vara frá því um kl. 09:06  til kl. 11:33 um morguninn, og hámark sólmyrkvans verður um kl 10:17. Timasetningar eru örlítið mismunandi eftir því hvar þú ert á landinu.

 

Lengd: Tvær klukkustundir og 27 mínútur.

 

Sýnileiki: Þegar þú horfir á myrkvann skaltu vera með sérstök hlífðargleraugu sem hindra hættulega útfjólubláa geisla sólarinnar – annars áttu á hættu að skemma augun verulega.

 

Ljósmyndun: Ef þú vilt taka myndir er gott að nota ljóssíur og svo nota þrengsta ljósop myndavélarinnar og mesta mögulega lokunarhraða.

 

Solar,Eclipse

Í deildarmyrkva er eins og tunglið hafi tekið bita af sólinni

© Shutterstock

 

Sólmyrkva-dagatal

 

Á þessu yfirliti getur þú séð hvenær almyrkvar, hringmyrkvar og deildarmyrkvar verða á næstu árum.

 

Almyrkvi

 

  • 4. desember 2021

 

  • 20. apríl 2023

 

  • 8. apríl 2024 – Deildarmyrkvi á Íslandi

 

  • 12. ágúst 2026 – Almyrkvi á Íslandi

 

  • 2. ágúst 2027

 

Hringmyrkvi

 

  • 10. júní 2021- Deildarmyrkvi á Íslandi

 

  • 14. október 2023

 

  • 2. október 2024

 

  • 17. febrúar 2026

 

  • 6. febrúar 2027

 

Deildarmyrkvi

 

  • 30. apríl 2022

 

  • 25. október 2022 – Sést á Íslandi

 

  • 29. mars 2025

 

  • 21. september 2025

 

  • 14. janúar 2029

 

 

 

Birt 06.06.2021

 

 

 

 

BIRT: 06/06/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is