Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Í árþúsundir höfum við reynt að sjá falin tákn og merkingar drauma. En nú reyna vísindin að spreyta sig á draumráðningum.

BIRT: 30/03/2023

Túlkun drauma

Ef þig dreymir að þú sért að detta, þá ertu stressaður og haldinn kvíða. En ef þig dreymir að þú getir flogið, þá hefur byrðum verið létt af herðum þínum.

 

Þannig hefur hin klassíska draumráðning verið í gegnum þúsundir ára, leit að táknum sem geta útskýrt okkar innstu hugsanir og fundið merkingu í oft mjög órökréttum gjörðum og atburðum drauma okkar.

 

Í Grikklandi til forna notuðu bæði Plató og Aristóteles draumráðningar og á síðari tímum hefur Sigmund Freud litið á drauma sem leiðina inn í undirmeðvitundina.

 

En nú virðist blómaskeiði hinna klassísku draumráðninga lokið. Vísindamenn hafa nú beint sjónum sínum að draumum þínum.

 

Vísindalegar draumráðningar opinbera hæfileika þína

Vísindin hafa sigrað draumalandið með heilaskönnunum og líkamlegum prófum.

 

Niðurstaðan er öðruvísi draumráðningar sem segja okkur eitthvað um hæfileika okkar út frá hvernig drauma okkur dreymir og hversu oft.

 

Skýrir draumar tákna rökrétta hugsun

 

Skýrir draumar eru draumar þar sem þú veist að þig dreymir á meðan þú ert í þeim. Þú getur líka stjórnað sjálfum þér sem þinn eigin draumaleikstjóri. Þessir skýru draumar tengjast eftirfarandi:

Þú hefur mikla rökhugsun. Ef þú upplifir skýra drauma geturðu séð í gegnum draumalandið og áttar þig á því að það sem er að gerast í kringum þig er ekki raunveruleiki. Þú getur yfirfært þann hæfileika yfir í raunveruleikann, þar sem þú getur orðið betri í að greina verkefni og leysa vandamál og á sama tíma verður þú rökréttari í hugsun þinni.

Þú ert kerfisbundinn. Þau sem dreyma skýra drauma eru með tvö svæði fremst í ennisblöðum heilans sem eru stærri en venjulega. Það er einmitt á þessum svæðum sem vísindamenn telja að hæfileikar til ígrundunar og greiningar búi. Þess vegna er fólk sem dreymir skýra drauma meira rökrétt og kerfisbundið en annað.

Margir draumar bera vott um sköpunargáfu

Margir vakna á hverjum morgni með þá tilfinningu að hafa varið allri nóttinni í draumalandinu.

 

En svo er líka til fólk sem aldrei eða mjög sjaldan dreymir – að minnsta kosti eftir því sem það man og það á reyndar við um u.þ.b. þriðjung alls fólks.

 

Munurinn á draumum endurspeglast oft í vökuheiminum. T.d. þannig að þá sem dreymir mikið hafa oft fleiri hæfileika:

Þú átt auðvelt með að læra. Ef þig dreymir mikið ertu líklegri til að eiga auðveldara með að læra að einhverju leyti. Draumarnir styrkja þann hluta minninganna sem kallast lærdómsminni.

Ef þig dreymir mikið, samkvæmt vísindalegri túlkun drauma, getur það verið merki um sköpunargáfu.

Þú átt auðvelt með að meðhöndla tilfinningar þínar. Draumar þínir hjálpa þér að stjórna tilfinningum þínum svo þú virkir betur í hvers kyns félagslegum aðstæðum. Draumar tryggja meðal annars að draga úr neikvæðum tilfinningum eins og kvíða og reiði á meðan gleði- og hamingjutilfinningar magnast. Þannig forðumst við að þróa með okkur kvíða og neikvæðni í garð umhverfisins í kringum okkur.

Þú ert skapandi. Fólk sem dreymir er líka oft meira skapandi en þau sem dreymir lítið eða nánast aldrei. Það er vegna þess að heilinn er með ákveðna efnasamsetningu sem gerir okkur kleift að skapa hugsanir okkar á nýjan hátt, þannig að nýstárlegar hugmyndir vakna. Margt vísinda- og uppfinningafólk hefur til dæmis fengið frábærar nýjar hugmyndir á meðan þau lágu hrjótandi í bólinu.

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að draumar þínir eru svo skrítnir

Þú ert á kaffihúsi og þarft að borga fyrir matinn þinn. En kreditkortið þitt hefur breyst í mjólkurhristing og á næstu sekúndu byrja hendur þínar og fætur að vaxa og stækka. Allir í kringum þig – dýr, kvikmyndastjörnur og gamlir bekkjarfélagar – stara á þig og skyndilega áttarðu þig á því að þú ert of seinn í að fara að taka bílprófið.

 

Draumar eru oft samsuða af furðulegri atburðarás og vísindin eiga erfitt með að útskýra hvers vegna.

 

Árið 2021 kom bandaríski vísindamaðurinn, Erik Hoel, frá Tuft háskólanum í Massachusetts hins vegar með kenningu. Hann telur að undarlegir draumar okkar séu tilraun heilans til að búa okkur undir hið óvænta.

 

Kenning Hoel sækir innblástur frá því hvernig gervigreind (AI) er þjálfuð. Gervigreind venst fljótt gögnunum sem þú þjálfar hana með.

 

En gögnin eru ekki forrituð nákvæmlega á öllu sem gervigreindin gæti lent í, svo vísindamenn setja inn vísvitandi truflanir og óskipulegar skipanir til að reyna að rugla hana og halda gervigreindinni á tánum.

 

Að sögn Hoel getur heili okkar reynt að gera slíkt hið sama með furðulegum draumum, þannig að við – þrátt fyrir oft einhæft hversdagslíf – erum enn tilbúin í nýjar og oft óvæntar aðstæður.

Klassísk draumráðning beinist að sálarlífinu

Þar sem vísindaleg draumráðning tengir drauma þína við persónulega hæfileika þína, tengir klassísk draumráðning frekar drauma þína við þitt innra ástand og sálarlíf:

 

Þetta þýða draumar þínir í klassískri draumráðningu

Þig dreymir að þú sért allsber á almannafæri. Oft er nekt í draumum tákn um að þú finnir fyrir einhverri skömm. Það að þig dreymi t.d. að þú standir allsber á vinnustaðnum þínum, gæti þýtt að þér finnst oft horft fram hjá þér og að þú sért óæðri yfirmanni þínum eða samstarfsfólki – að þú sért ekki nógu góður. Nekt í draumum er því merki um lágt sjálfsálit og að þú eigir erfitt með að takast á við ákveðin félagsleg tengsl.

Þig dreymir að það sé verið að elta þig. Ef einhver er að elta þig í draumi er veran sem eltir þig venjulega tákn um gamalt áfall eða vandamál sem þú hefur ekki leyst. Að vera eltur af sjálfum sér er oft merki um þunglyndi eða sjálfsásökun.

Þig dreymir að þú sért að detta. Draumar um að detta, til dæmis úr háhýsi eða af kletti, eru oft tákn um að þú hafir tekið áhættu í lífi þínu og óttast nú hættuna sem því fylgir. Falldraumar geta líka verið merki um að þú sért kvíðinn og hafir misst stjórn á þér.

Ef þig dreymir að þú sért að detta, samkvæmt klassískri draumráðningu, getur það verið vegna þess að þú ert stressaður eða hafir nýlega tekið áhættufulla ákvörðun.

Þig dreymir að þú sért týndur. Marga dreymir að þeir séu týndir og rati ekki neitt. Þegar þú ert týndur í draumum þínum þýðir það í raun að þér líði illa í aðstæðum sem eru þér framandi. Það gæti til dæmis verið að þú takir of mikið á þig, sért stressaður og hlustar ekki á þínar eigin þarfir.

Þig dreymir að þú sért að missa tennurnar. Ef tennurnar eru að detta út úr munninum í draumum þínum gæti það þýtt að þér líði eins og þú hafir misst álit annarra á þér. Týndar tennur geta líka verið merki um að þú hafir beðið ósigur eða að einhver hafi sært stolt þitt.

Þig dreymir að þú sért að stunda kynlíf. Kynlíf í draumi getur táknað óuppgerðar tilfinningar gagnvart þeim sem þú stundar kynlífið með. Það gæti verið nánd sem þú þarft að tjá eða venjulegar tilfinningar sem eru ekki endilega tengdar neinu kynferðislegu.

Þig dreymir að þú sért að fljúga. Ef þú svífur um glaður í draumnum þínum, þá er það vegna þess að þér líður eins og þú sért frjáls – kannski vegna þess að þú ert nýbúinn að leysa erfið vandamál eða losað þig við mikla byrði. Hins vegar, ef þú ert hræddur við að detta á meðan þú flýgur um, getur draumurinn þýtt að þú hafir lent í aðstæðum sem þú ræður ekki við.

Ef þig dreymir að þú sért að fljúga, getur það samkvæmt klassískri draumatúlkun, þýtt mismunandi hluti. Annað hvort finnst þér þú vera laus við álag eða þú lendir í aðstæðum sem þú átt erfitt með að höndla.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MALENE BREUSCH HANSEN

© Shutterstock.

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

4

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

5

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

6

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.