Heilsa

Ef til vill er mjög einföld skýring á svefnleysi þínu

Franskir vísindamenn hafa fundið mögulega skýringu á því hvers vegna svo margir þjást af svefntruflunum. Sem betur fer er lausnin einföld.

BIRT: 23/08/2024

Um þriðjungur allra fullorðinna þjáist af svefnleysi og á annaðhvort erfitt með að sofna eða vaknar um miðja nótt án þess að geta sofnað aftur.

 

Margar skýringar geta verið á því hvað veldur vandanum. Til dæmis getur streita og áhyggjur truflað eðlilegt svefnmynstur sem og kaffi- og áfengisneysla seint á kvöldin.

 

Það er nokkuð eðlilegt að það sem hefur áhrif á okkur líkamlega og andlega, getur þar með truflað nætursvefn okkar.

 

Hópur vísindamanna hefur nú fundið nokkuð óvænta og, að því er virðist, ekki beint rökrétta ástæðu fyrir svefnvandamálum margra.

 

Kex, kökur og unninn matur

Þetta snýst einfaldlega um þá tegund matvæla sem flest okkar neyta í meira eða minna mæli – hin svokölluðu ofurunninn matvæli.

 

Um er að ræða vörur eins og iðnaðarbrauð, kex, kökur, gosdrykkir, álegg og þess háttar, sem innihalda mikið af efnum sem eru langt í frá náttúruleg. Þetta á til dæmis við um litarefni, bindiefni, þykkingarefni og þess háttar.

 

Rannsakendur hafa borið saman matarvenjur og svefn stórs hóps Frakka og hafa á grundvelli þeirra gagna komist að þeirri niðurstöðu að tölfræðilega marktæk fylgni sé á milli neyslu ofurunninna matvæla og langvinns svefnleysis.

 

Stuðlar að mörgum heilsufarsvandamálum

„Á tímum þegar sífellt fleiri matvæli eru ofurunnin og svefntruflanir vaxandi vandamál er mikilvægt að skoða hvort mataræðið hafi áhrif á svefninn,“ segir forsvarsmaður rannsóknarinnar, Marie-Pierre St-Onge, doktor, frá Columbia háskóla, í fréttatilkynningu.

 

Rannsóknarteymi hennar hefur áður sýnt fram á að hið holla Miðjarðarhafsmataræði dregur úr hættu á svefnleysi og lélegum svefni, en mikil inntaka kolvetna tengist aukinni hættu á svefnleysi. Neysla ofurunninna matvæla eykst um allan heim og auk þess að eyðileggja fyrir svefni eru þessar tegundir matvæla einnig grunaðir um að stuðla að sykursýki, offitu og krabbameini.

 

Greining á yfir 39.000 Frökkum

Til að skoða betur hvernig ofurunnin matvæli höfðu áhrif á svefnmynstur, söfnuðu rannsakendur gögnum tvisvar á ári frá meira en 39.000 frönskum fullorðnum á árunum 2013 til 2015. Þátttakendur voru beðnir um að segja frá fæðuinntöku og einkennum svefnerfiðleika.

 

Með því að bera þessi gögn saman kom berlega í ljós tengsl milli þessara tveggja þátta. Þátttakendur greindu frá því að um það bil 16 prósent af orkuinntöku þeirra kom frá ofurunnum matvælum og tæplega 20 prósent þátttakenda þjáðust af langvarandi svefnleysi.

 

Sambandið á milli aukinnar neyslu ofurunninna matvæla og svefnleysis var augljóst bæði hvað varðaði karla og konur, en karlar voru í aðeins meiri áhættu.

 

Annar vísindamannanna á bak við rannsóknina, Pauline Duquenne, MSc, frá Sorbonne Paris Nord háskólanum og Paris Cité háskólanum, útskýrði ennfremur að þótt rannsókn þeirra hafi ákveðnar takmarkanir, þá er hún sú fyrsta sinnar tegundar til að leggja til nýja þekkingu um það sem vísindamenn vita nú þegar um ofurunnin matvæli.

Nýjar rannsóknir sýna að áhættan við að borða mikið unninn mat getur verið mun meiri en flestir hafa haldið hingað til.

Það sem takmarkaði rannsóknina nokkuð var það að þátttakendur skráðu sjálfir hvað þeir borðuðu og að þeir gætu hafa flokkað sum matvæli rangt. Vísindamenn mæla því með því að framtíðarrannsóknir skoði nánar bein orsakasamhengi yfir lengri tíma.

 

En fólk sem þjáist af svefnvandamálum ætti að íhuga að draga úr neyslu ofurunninna matvæla. Það er mjög líklegt til að hjálpa þeim og þegar allt kemur til alls er það heilsubót á svo mörgum öðrum sviðum.

HÖFUNDUR: Bjørn Falck Madsen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is