Maðurinn

Eftir 4.500 blind stefnumót geta vísindamenn nú sýnt fram á: Þetta er það sem karlar og konur laðast að

Vísindamenn að baki rannsóknar á 4.500 blindum stefnumótum voru undrandi á niðurstöðunum sem þeir telja að stangist á við nánast allar fyrri rannsóknir á þessu sviði.

BIRT: 28/01/2025

Hverju laðast konur og karlar að þegar þau fara á stefnumót við manneskjur sem þau þekkja ekki?

 

Vísindamenn frá Kaliforníuháskóla hafa reynt að finna svarið við þessu í nýrri rannsókn þar sem þeir hafa skoðað gögn frá 4.500 blindum stefnumótum.

 

Rannsóknin sýndi eitt sem kom á óvart og sem langflestir karlar og konur áttu sameiginlegt, óháð aldri.

 

Þátttakendur voru á aldrinum 22 til 85 ára og er rannsóknin sú fyrsta sinnar tegundar þar sem vísindamenn hafa skoðað aldur og aðdráttarafl þátttakenda.

 

Niðurstaðan sýndi að konur og karlar laðast að yngra fólki og það stangast á við þekkingu vísindamannanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

 

App tengdi saman einhleypa

Hin nýja rannsókn er byggð á gögnum frá stefnumótaappinu Tawkify, þar sem einhleypir eru paraði saman við aðra einhleypa.

 

Þátttakendur, sem allir eru notendur appsins, þurftu að meta , með appinu, hvernig gekk eftir stefnumót.

 

Með því að rýna í gögnin komust vísindamennirnir bandarísku að því að bæði karlar og konur laðast að yngra fólki.

 

Óvænt niðurstaða

Paul Eastwick, prófessor í sálfræði og einn þeirra vísindamanna sem unnu rannsóknina, útskýrir að konur laðist sérstaklega að örlítið yngri körlum.

Ást skapar glundroða í heilanum

Það að vera ástfangin er sæluvíma en getur svefninn raskast og ástin lætur þig gera alls konar heimskulega hluti. Skýringuna er að finna í tveimur af taugaboðefnum heilans.

1. Boðefni kalla fram vímu

Ástartilfinningin hefst þegar taugaboðefnin í heilanum eru ekki í jafnvægi. Magn hamingjuefnisins dópamíns eykst í einu neti taugafrumna (appelsínugult) en magn serótóníns minnkar í öðru (rauðu).

2. Ennisblaðið slekkur á skynseminni

Ójafnvægi í boðefnum hefur m.a. áhrif á: ennisblað heilans (blátt), sem stjórnar sjálfsvitund okkar, gagnrýnni hugsun og skynsamlegri hegðun. Niðurstaðan getur verið sú að við hegðum okkur ekki eins skynsamlega – eða beinlínis heimskulega.

3. Undirstúkan raskar svefni

Taugaboðefnið serótónín hefur áhrif á undirstúku (grænt) sem stjórnar svefni okkar og lækkun serótónínmagns gæti skýrt hvers vegna þeir sem nýlega hafa orðið ástfangnir sofa minna en aðrir. Á sama tíma gefur dópamínið ávanabindandi vímu.

„Það kemur mjög á óvart vegna þess að konur segjast vilja eldri einstakling í nánast öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið,“ segir Paul Eastwick.

 

Hann telur að rannsókn þeirra sýni að þátttakendur telji sig vera að leita einhverju sem er langt frá því sem þeir í raun laðast að þegar þeir hitta annað fólk.

 

Rannsóknin sýndi að karlar laðast líka að yngri konum.

 

Að sögn prófessorsins var gagnagrunnurinn ekki nógu stór til að hægt væri að komast að því hvort það sama ætti við um konur sem leituðu annarra kvenna og karla sem leituðu annarra karla.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© Nicoleta Ionescu /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is