Maðurinn

Ein mynd segir meira en þúsund orð

Með auknu upplýsingastreymi er hætt við að inntakið drukkni í magninu. En þegar fræðimenn umbreyta gögnum í myndir kemur merkingin aftur fram.

BIRT: 04/11/2014

Línurit með stighækkandi línu getur skjótt sannað að eitthvert fyrirtæki sé á miklu blómaskeiði. En þegar niðurstöður ársins eru settar fram í formi töflu með fullt af tölum, þarf að hugsa sig dálítið um áður en megininntakið verður ljóst.

 

Heilinn er nefnilega ótrúlega duglegur við að túlka sjónræna skynjun og því nýta fræðimenn sér í auknum mæli sjónina til að komast til botns í feikilegu magni upplýsinga, sem stöðugt berst að með tilraunum, mælingum og greiningum. Aldrei fyrr í sögunni hafa menn haft jafngóðan aðgang að svo miklu magni upplýsinga eins og nú á dögum, og stöðugt bætast nýjar við. Fræðimenn við University of Berkeley í BNA hafa reiknað út að einungis á næstu þremur árum munu koma fram jafnmiklar upplýsingar eins og við höfum fengið í allri sögu okkar.

 

Margar upplýsingar koma sjálfkrafa, t.d. við notkun debetkorta eða við að hringja úr síma og gagnvart hverjum þeim sem hefur aðgang að þessum gögnum eru ekki einungis upplýsingar um hve mikið okkur ber að borga. Þær geta einnig sýnt neysluvenjur eða jafnvel ólöglegt athæfi. En það getur reynst óvinnandi vegur að ná til viðkomandi upplýsinga, því einatt veit maður varla eftir hverju skal leita.

 

Frávikin skera sig úr

Því er hætt við að fjölmargar upplýsingar endi á ruslahaugnum í stað þess að reynast gullnáma mikilvægrar þekkingar. En þegar reiknigeta og minnisrými tölvunnar er komið til skjalanna og jafnvel þeir allra talnaglöggustu hafa misst yfirsýnina, er lausnin þegar innan seilingar.

 

Upplýsingarnar þarf einungis að bera fram á réttan máta og t.d. ummynda þrívítt form á tölvuskjánum sem má með nokkrum músaklikkum draga um og skoða frá öllum hliðum eða grafa sig niður í og kanna innan frá. Þá munu neysluvenjur okkar skyndilega birtast í greinilegu mynstri og grunsamlegt athæfi afhjúpast sem frávik í annars fullkomnu formi.

 

Með því að skipta upp flóknum gögnum í litríkar myndir ná fræðimenn nefnilega að nýta undraverða getu heilans til að vinna með gríðarlegt magn upplýsinga í sviphendingu.

 

Sjónskyn okkar verður einungis í litlu mæli fyrir truflun af óreiðukenndum þáttum bakgrunnsins en einblínir samstundis á það sem máli skiptir. Heilinn getur á sekúndubroti fundið mynstur, borið kennsl á form og uppgötvað frávik í sjónsviðinu, enda leynast þar áhugaverðar upplýsingar.

 

Hvítt tómarúm sýnir glötuð gen

Hið sama á við er við skoðum litrík form sem vísa í staðsetningu um 10.000 gena á litningum úr simpansa og manneskju. Þrátt fyrir að myndin sé búin til úr gríðarlegu magni gagna, sem e.t.v. fylla heilan harðan disk, þarf engan sameindalíffræðing til að draga mikilsverðar ályktanir við fyrstu sýn.

 

Sérstök gen sem er einungis að finna hjá simpönsum, en hafa glatast hjá okkur í þróuninni, afhjúpa sig sem hvítt tómarúm á annars litríkum bakgrunni og færsla genanna á milli litninga í þróuninni birtist í greinilegum mynstrum.

 

Fræðimenn innan margra annarra faggreina hafa nýtt sér grafískar aðferðir og nægir þar að nefna stjörnufræði og jarðfræði, þar sem unnið er með feykilegt upplýsingamagn. Hin sjónræna framsetning býr yfir mörgum kostum sem auðvelda greiningu á flóknum upplýsingum. Fyrst og fremst ber að nefna sveigjanleikann, því fræðimenn geta strax breytt þeim viðmiðum sem grundvalla myndina. Litina má einnig lagfæra þannig að frávik og sameiginleg einkenni komi greinilegar í ljós, og fjarlægð milli einstakra þátta innan myndarinnar má lengja eða stytta eftir hentisemi til að öðlast bestu yfirsýn.

 

Sveigjanleikinn felur í sér að fræðimaðurinn og félagar hans geta valið að rannsaka hver sína framsetningu, þó allar byggi þær á sömu upplýsingum. Þeir geta skoðað formin frá öllum hliðum, kafað niður í þau, nálgast tiltekin svæði eða dregið sig til baka til að viðhalda yfirsýn.

 

Greiningin teiknar sig sjálf

Sjónræn framsetning er sérlega heppileg þegar upplýsingarnar eru ekki formgerðar. Þegar læknir leitast við að greina sjúkling gerir hann fjölmargar rannsóknir. Það veitir honum ýmsar upplýsingar sem ekki varða einungis einföld gildi fyrir t.d. hitastig og hjartslátt, heldur einnig grafískar upplýsingar eins og segulómun, röntgenmyndir, upptökur af blóðflæði líffæra eða texta með athugasemdum samstarfsfélaga.

 

Allar slíkar upplýsingar tala hverjar sitt tungumál og erfitt er að bera þær saman í fyrstu. En ef þær eru samþættar í þrívíðu, litríku formi öðlast læknirinn mun betri forsendur til að draga sínar ályktanir og setja fram rétta greiningu.

 
 

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Maðurinn

Síðbúnar kvöldmáltíðir gera þig þyngri og svangari

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Síðbúnar kvöldmáltíðir gera þig þyngri og svangari

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

6

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Maðurinn

Hvað veldur dauðastjarfa?

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Lifandi Saga

Að sjá fangana var áfall: Hermenn grétu

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Listinn: Albert Einstein var mikill innblástur fyrir margar kynslóðir af uppfinningamönnum og þakka má honum fjölmargar uppfinningar sem við tökum nú sem gefnar. Hér eru átta þeirra.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.