Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Japanskir vísindamenn hafa uppgötvað breytingar í boðefni hjá börnum og ungmennum sem orðið hafa fyrir einelti.

BIRT: 09/09/2024

Hæðni, útilokun og ógnandi hegðun.

 

Einelti á sér margar birtingamyndir og er því hugtak sem erfitt er að skilgreina nákvæmlega.

 

Sérfræðingar tala þó um einelti sem endurtekna hegðun sem miðar að því að valda einhverjum sársauka og gera lítið úr viðkomandi.

 

Börn sem verða fyrir einelti eiga fremur á hættu að þróa með sér sálrænan vanda á borð við kvíða, þunglyndi eða sjálfskaðandi atferli allt fram á fullorðinsár.

 

Og nú hafa vísindamenn hjá Tokyoháskóla uppgötvað aðra afleiðingu af langvarandi og samfelldri stríðni.

 

Í heila 10-19 ára barna og ungmenna sáu vísindamennirnir ákveðinn mun á þeim sem orðið höfðu fyrir einelti og hinum sem ekki höfðu lent í því.

 

Breytingar á sérstöku svæði

Fórnarlömb eineltis höfðu minna magn af boðefninu glútamati sem yfirleitt er eitt algengasta boðefni heilans.

 

Nánar tiltekið reyndist magn boðefnisins minna í því svæði heilans sem nefnist ACC (anterior cingulate cortex) en heilastöðvar á svæðinu hafa afgerandi þýðingu varðandi úrvinnslu tilfinninga og ákvarðanatöku.

 

Frumstig alvarlegra sjúkdóma

Uppgötvunin þykir ekki síst athyglisverð fyrir þá sök að rannsóknir hafa áður sýnt að hjá fólki sem sýnir fyrstu einkenni geðveilu eða t.d. skítsófreníu á því frumstigi sem telst læknanlegt, hefur einmitt lítið magn boðefnisins á ACC-svæðinu.

 

Til viðbótar greindu vísindamennirnir samhengi milli eineltis á fyrstu táningsárum og forstigseinkenna geðveilu. Þetta eru einkenni sem nálgast geðtruflanir en eru ekki nægilega eindregin til að uppfylla skilyrði fyrir geðsjúkdómsgreiningu.

 

Meðal einkenna nefna vísindamennirnir t.d. ofsóknarkennd, ímyndanir eða breytingar á atferli og hugsun.

Þakkið fyrir vini ykkar því án þeirra eykst hættan á ótímabæru andláti. Þakkið jafnframt fyrir nef ykkar því það er sennilega nefið sem hefur hjálpað ykkur að þefa uppi bestu vinina.

Þessar rannsóknir kynnu að gagnast við að koma í veg fyrir einhverjar afleiðingar eineltis en til þess segja vísindamennirnir nauðsynlegt að bæta aðferðir við að greina forstig geðveilu af ýmsu tagi til að unnt verði að finna nógu snemma þá einstaklinga sem kynnu að eiga á hættu að þróa geðsjúkdóma síðar á ævinni.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Molecular Psychiatry.

Nanna Vium

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is