Heilsa

Einfaldur, daglegur vani gæti minnkað áhættuna á þunglyndi

Vísindamenn hafa skoðað tölfræði meira en 96.000 manns og virðast hafa gert nokkuð mikilvæga uppgötvun.

BIRT: 12/01/2025

Við eigum öll góða daga þar sem tilveran er góð og svo koma ekki eins góðir dagar.

 

Ástæður getur verið af ýmsum toga, t.d. erfiðleikar í einkalífinu, fjárhagserfiðleikar eða heilsufarsvandamál.

 

Sumir gætu hugsanlega fundið fyrir einkennum þunglyndis og til lengri tíma fundið fyrir skertri orku, einbeitingarörðugleikum og vanlíðan.

 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að um 280 milljónir manna um allan heim þjáist af þunglyndi og því eru fjöldi vísindamanna stöðugt að reyna að finna leiðir til að draga úr byrjunareinkennum þunglyndis.

 

Einfaldur, daglegur vani gæti hjálpað til.

 

Það er að minnsta kosti niðurstaða hóps vísindamanna frá Universidad de Castile-La Mancha á Spáni.

 

Í rannsókn einni komust þeir að þeirri niðurstöðu að við virðumst vera í minni hættu á að verða þunglynd ef við förum í góðan göngutúr.

 

Og vísindamennirnir segja að ekki þurfi langar gönguferðir til að finna árangur.

 

5.000 skref á dag var nóg til að minnka hættuna á  þunglyndi.

 

Vísindamennirnir komust einnig að því að með því að fjölga daglegum skrefum úr 5.000 í 6.000 minnkaði hættan á að fá þunglyndi um níu prósent.

 

Samkvæmt vísindamönnunum var 31 prósent minni líkur á þunglyndi ef daglegur göngutúr fór yfir 7.000 skref.

 

Allt að 43 prósent minni áhætta

Ef fjöldi daglegra skrefa voru meiri en 7.500 var 43 prósent minni líkur á þunglyndi.

 

Vísindamennirnir komust að fremur sannfærandi tengslum milli venjulegrar göngu og þunglyndis með ítarlegri greiningu á alls 33 vísindarannsóknum með yfir 96.000 þátttakendum.

 

Rannsóknirnar eru byggðar á gögnum frá svokölluðum líkamsræktarmælingum (fitness-tracker) þar sem rannsakendur gátu borið saman fjölda skrefa hjá fólki miðað við þá áhættu að þróa með sér þunglyndiseinkenni.

Það er engin uppskrift til að fullkominni kímnigáfu, en ein ákveðin aðferð til að fá aðra til að hlæja getur samt verið jákvæð fyrir andlega heilsu þína.

Það virtist sem við 10.000 dagleg skref hægði verulega á andlegum ávinningum.

 

Með öðrum orðum, þú færð ekki frekari andlegan ávinning af því að ganga meira en 10.000 skref á dag.

 

„Eftir því sem við best vitum er þetta fyrsta stóra safngreiningin sem sýnir tengsl milli fjölda daglegra skrefa og algengi þunglyndis meðal fullorðinna. Niðurstöður okkar sýna marktækt samband á milli fleiri daglegra skrefa og færri einkenna þunglyndis, sem og minni tíðni og hættu á þunglyndi meðal almennings,“ segir í rannsókninni.

HÖFUNDUR: Bjørn Falck Madsen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is