Náttúran

Einstakar drónaupptökur leiða í ljós: Náhvalir nýta sér skögultennurnar mun meira en vísindamenn héldu

Líffræðingar, sem standa að nýrri rannsókn á náhvölum, eru undrandi yfir því hve margvíslegum tilgangi þetta stórvaxna dýr nýtir hina einstöku skögultönn sína.

BIRT: 11/03/2025

„Óvænt“, „eftirtektarvert“ og „einstakt“.

 

Þetta eru nokkur af þeim orðum sem vísindamenn notuðu til að lýsa áður óþekktri hegðun sumra náhvala, sem lifa í köldum höfum jarðar.

 

Í nýrri rannsókn lýsa vísindamenn frá Florida Atlantic háskólanum hvernig þessi sjávardýr nota hinar einstöku skögultennur sínar til mun fleiri hluta en áður var talið.

 

„Nú vitum við að skögultennur náhvalsins hafa fleiri hlutverk – sum afar óvænt – þar á meðal fæðuleit, könnun og leik, segir líffræðingurinn Greg O’Corry-Crowe í fréttatilkynningu.

 

Snúnar skögultennur notaðar í leik

Náhvalir, sérstaklega karldýrin, eru þekktir fyrir sérkennilegar og snúnar skögultennur sínar, sem geta orðið allt að þrír metrar að lengd og vegið allt að 13 kíló.

 

Hingað til hafa vísindamenn talið að dýrið notaði skögultönnina til að berjast við önnur karldýr þegar ógn steðjaði að.

 

En með aðstoð dróna hafa vísindamenn nú greint merki um að þessir tannhvalir noti hina löngu tönn á 17 mismunandi vegu.

 

Á upptökunum má sjá náhvali bæði stinga og drepa fiska með skögultönnum sínum til að afla sér matar. En vísindamennirnir tóku einnig eftir því hvernig þeir notuðu þær í samskiptum við fugla og leika við aðra náhvali.

 

Sjáðu myndskeiðið hér:

„Það er athyglisvert að sjá þá nota skögultennurnar til að afla sér fæðu og eins til að leika sér, segir Cortney Watt, einn vísindamannanna að baki rannsókninni.

 

Nýjar athuganir veita dýpri innsýn

Nýju athuganirnar veita dýpri skilning á lífsháttum náhvalanna, en samkvæmt vísindamönnunum geta þær einnig bent til þess að hvalirnir séu að reyna að aðlagast breytingum í hafinu.

 

Að sögn vísindamannanna eru drónaupptökur besta leiðin til að rannsaka hvalina og fylgjast með því hvort hegðun þeirra breytist.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Frontiers in Marine Science.

HÖFUNDUR: Af Stine Hansen

© O’Corry-Crowe, FAU/Watt, DFO

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

Lifandi Saga

Guð bannaði hjónaskilnaði

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is