Kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasakí í ágúst 1945 eru enn einu kjarnavopnin sem notuð hafa verið í stríði.
Þótt eyðileggingin væri yfirþyrmandi þá bliknar eyðingarmáttur venjulegrar kjarnasprengju í samanburði við vetnissprengjuna.
Báðar gerðirnar flokkast sem kjarnavopn en virka ekki eins.
Vetnissprengja skaðar mun meira en kjarnorkusprengja
Hírósíma-sprengjan nýtti kjarnaklofnun. Frumeindakjarnar voru klofnir og það setti af stað keðjuverkun.
Í vetnissprengju er klofnunin aðeins upphafið og orkan frá henni kemur þungum vetnisfrumeindum „deuterium“ og „tritium“ (tvívetni og þrívetni) til að renna saman.
Við samruna glata vetnisfrumeindirnar hluta massa sína þegar þær renna saman í eina frumeind. Þessi massi umbreytist í orku sem veldur ofboðslegri sprengingu.
Stærsta vetnissprengja sem sprengd hefur verið var sovéska sprengjan Tsar Bomba, sem sprengd var 1961. Sprengiafl þessarar tilraunasprengju var 50.000 kílótonn og hún var meira en 3.300 sinnum öflugri en Hírósíma-sprengjan.
1. Eyðilegging
15 kílótonna kjarnorkusprengja (Hírósímastærð) jafnar allt við jörðu í 230 metra fjarlægð til allra átta. 50.000 kílótonna vetnissprengja (Tsar Bomba) veldur þeirri eyðileggingu í 6 kílómetra til allra átta.
2. Geislun
Banvænn geislunarradíus kjarnorkusprengju er 1,34 km. Allir innan þessa svæðis fá í sig geislun upp á 500 rem og deyja almennt innan mánaðar. Samsvarandi geislunarradíus vetnissprengju er tífaldur eða 5 km.
3. Fjöldi
Nákvæmur fjöldi vetnissprengja er ekki þekktur en slíkar sprengjur eru væntanlega í stórum hluta þeirra 3.000 kjarnasprengjuodda sem til eru. Virkar kjarnorkusprengjur eru um 6.500.
1. Eyðilegging
15 kílótonna kjarnorkusprengja (Hírósímastærð) jafnar allt við jörðu í 230 metra fjarlægð til allra átta. 50.000 kílótonna vetnissprengja (Tsar Bomba) veldur þeirri eyðileggingu í 6 kílómetra til allra átta.
2. Geislun
Banvænn geislunarradíus kjarnorkusprengju er 1,34 km. Allir innan þessa svæðis fá í sig geislun upp á 500 rem og deyja almennt innan mánaðar. Samsvarandi geislunarradíus vetnissprengju er tífaldur eða 5 km.
3. Fjöldi
Nákvæmur fjöldi vetnissprengja er ekki þekktur en slíkar sprengjur eru væntanlega í stórum hluta þeirra 3.000 kjarnasprengjuodda sem til eru. Virkar kjarnorkusprengjur eru um 6.500.