Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Hópur ástralskra vísindamanna hefur uppgötvað að eitur einnar eitruðustu köngulóartegundar heims getur linað sköddun eftir blóðtappa, m.a. í hjarta.

BIRT: 07/09/2024

Þær geta orðið allt upp í 10 cm langar, mælt milli fóta, hafa ógnvekjandi höggtennur og búa líka yfir einhverju eitraðasta efni dýraríkisins.

 

Tegundin telst til svonefndra trektköngulóa og á heimkynni í Ástralíu, þar sem hún veldur ótta og hefur fjöldamörg mannslíf á samviskunni.

 

Hópur vísindamanna hjá Queenslandháskóla hefur árum saman reynt að snúa þessu við og nýta eitur köngulóarinnar til að bjarga mannslífum.

 

Nú benda nýlegar rannsóknarniðurstöður, sem birtust í The European Heart Journal, til að þeim hafi loks orðið nokkuð ágengt.

 

Vísindamennirnir beindu sjónum sínum sérstaklega að einni tegund af þeim 40 trektköngulóartegundum sem lifa í Ástralíu.

 

Hefur þróað með sér öflugt eitur

Heimkynni köngulóarinnar eru á sandeyjunni K´gari sem áður kallaðist Fraser-eyja, undan austurströnd Ástralíu.

 

Þar hafa þessar áttfætlur lifað í einangrun í um 20.000 ár. Fyrir bragðið hefur eitur köngulóanna þróast öðruvísi en eitur annara trektköngulóa og telst m.a.s. sexfalt eitraðra en hinnar frægu Sidney-köngluóar sem er af sömu ætt.

 

Í þessu öfluga eitri hafa vísindamennirnir hjá Queenslandháskóla áður uppgötvað nokkuð sérstæða sameind, Hi1a sem hefur reynst þess megnug að loka fyrir tilteknar jónarásir í hjartanu og stöðva þannig þau boð sem valda frumudauða vegna súrefnisskorts.

 

Fyrri rannsóknir á dýrum hafa líka sýnt að þessi sameind virðist vernda ákveðnar heilafrumur og draga þannig úr heilaskaða eftir heilablóðfall.

 

Fyrsta sinnar gerðar

Í nýjustu rannsókninni kom í ljós að Hi1a-sameindin hefur alveg jafngóða virkni við að draga úr frumuskaða eftir hjartaáfall og tilraunalyfið cariporide sem þurfti að hætta að nota vegna aukaverkana.

 

Vísindamennirnir gera sér nú vonir um að Hi1a geti orðið fyrsta lyf þessarar gerðar sem komist alla leið gegnum allar öryggisprófanir. Þeir segja Hi1a einungis hafa áhrif á frumur í hinum skaddaða hluta hjartans en binda sig ekki við heilbrigð svæði.

 

„Við komumst að því að Hi1a hefur aðeins samskipti við frumur í skemmda hluta hjartans við heilablóðfall og binst ekki heilbrigðum svæðum – sem dregur úr hættu á aukaverkunum,“ útskýrir Nathan Palpant, einn rannsakenda á bak við rannsóknina við New Atlas.

Trektköngulærnar frá paradísareyjunni K'gari voru fyrst uppgötvaðar af vísindamönnum árið 1995, en talið er að þær hafi lifað í einangrun á eyjunni í allt að 20.000 ár.

Þetta vekur vonir um að þessi eitursameind geti orðið mikilsvert vopn í baráttunni við eitt algengasta banameinið.

 

„Flest dauðsföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma eru af völdum hjartaáfalla og heilablóðfalla en samt eru engin lyf á markaðnum til að koma í veg fyrir skaðann sem þau valda,“ segir Mark Smythe, einn þeirra sem vann rannsóknina, við New Atlas.

HÖFUNDUR: Nanna Vium

© The University of Queensland

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is