Er “afturábakboðskapur” notaður?

Ýmsar rokkhljómsveitir hafa verið sakaðar um að dylja djöflatrúarboðskap í textum sínum þannig að heyra megi hann þegar lagið er spilað aftur á bak. Er þetta rétt? Og ef svo er, hefur þessi boðskapur þá einhver áhrif?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Bítlarnir, Led Zeppelin, The Eagles og fleiri hljómsveitir hafa verið sakaðar um að dylja svokallaðan “afturábakboðskap” í textum sínum.

 

Hljómsveitin Judas Priest sætti ákæru árið 1985 fyrir að hafa orðið völd að sjálfsvígum tveggja pilta með djöflatrúarboðskap.

 

Hljómsveitin var þó sýknuð, m.a. vegna þess að verjandanum tókst að sýna fram á að heyra mætti ámóta boðskap í trúarlegri tónlist ef menn vildu.

 

Bandarísku sálfræðingarnir John Vokey og Don Read komust að sömu niðurstöðu í rannsókn sinni. Ef fólk var látið hlusta á lag aftur á bak án nokkurra skýringa, heyrðu innan við 10% dulinn boðskap í textanum.

 

Væri fólk aftur á móti beðið að hlusta eftir síkum boðskap fór hlutfallið hins vegar skyndilega yfir 90%.

 

Mikið af ásökunum um dulinn boðskap aftur á bak, á rætur meðal hægri sinna í Bandaríkjunum, þar sem fjöldi samtaka, ekki síst “Moral Majority” hefur árum saman haldið því fram að rokktónlistin sé orsök nokkurn veginn alls ills.

 

En eins og meðlimir hljómsveitarinnar Judas Priest bentu á, væri það ekki góð markaðssetning að hvetja aðdáendur til að svipta sig lífi.

 

Ætti á annað borð að koma fyrir duldum boðskap í textanum myndu þeir fremur velja að setja “Kauptu fleiri plötur” inn í textann.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is