Fatnaður gegnir hlutverki hitaeinangrunar vegna smárra loftpoka í vefnaðartrefjunum, en pokar þessir halda í líkamshitann og viðhalda honum í stað þess að hann hverfi út í loftið umhverfis okkur.
Þegar föt okkar blotna fyllast loftpokarnir af vatni sem býr yfir hærri varmagetu en ella. Vatn leiðir hita frá líkamanum á 25 falt meiri hraða en við á um loft, sem er ástæða þess að það er kaldara að klæðast blautum fatnaði en þurrum.
Vefnaður hefur ýmsa ólíka eiginleika og fyrir bragðið skiptir miklu máli hverju við klæðumst.
Réttur fatnaður heldur okkur heitum
Ull felur í sér trefjar sem eru vatnsfráhrindandi að hluta til og með svipaða áferð og hrokkið hár. Þegar ullin blotnar haldast sumir loftpokanna í „hrokkinhærðu“ trefjunum óbreyttir og þess vegna er ull betri en flest önnur efni til að halda hita á líkamanum.
Auk þess dregur vatnsfráhrindandi eiginleiki ullar úr vökvamagninu sem kemst í beina snertingu við húðina. Þó svo að blaut ull einangri slælegar en sú þurra þá heldur hún engu að síður meiri hita á líkamanum en enginn fatnaður.
Þetta á ekki við um bómull.
Bómull drekkur í sig vatn þannig að trefjarnar klessast saman og allir loftpokarnir hverfa. Vot bómull límist við húðina og sökum þess að vatnið í bómullartrefjunum gleypir líkamshita hraðar í sig en kalt loft, glatar líkaminn fljótt hita. Fyrir bragðið er skárra að vera ber en að íklæðast blautum bómullarfatnaði í vetrarkulda.